Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 18
16
URVALi
bólgu í liðum, augum, hjarta og
lífhimnu.
7. Öllum tilfellum af miltis-
bruna.
8. Öllum sýkingum af völd-
um heilabólgusýkilsins (men-
ingokokkus), sem sulfalyfin
ráða ekki við.
Sárasótt er meðal þeirra
sjúkdóma, sem talið er að
penicillinið lækni þó að ekki
sé nógu langur tími liðinn
til þess, að hægt sé að skera úr
því með vissu.
Af því að penicillin skilst
fljótt út úr líkamanum með
þvaginu, þarf að gefa það á
allt að þriggja tíma fresti. Vís-
indamenn haf a reynt að f inna að-
ferðir til að tefja fyrir því að
penicillinð skiljist svona fljótt
út úr blóðinu. Þær aðferðir, sem
reynst hafa vænlegast, eru þess-
ar:
Innspýting með hlaupi, eða
efni sem dregur saman háræð-
amar, líkt því sem notað er í
nefdropum. Með þessu móti var
hægt að fækka innspýtingun-
um úr átta niður í þrjár á sól-
arhring, hins vegar varð mesta
magn af penicillini í blóðinu
ekki eins mikið.
Upplausn penicillinsins í feiti,
svo sem blöndu af býflugna-
vaxi og hnetuolíu, til þess að
tefja fyrir upptöku þess í blóð-
ið.
Innspýting með örlitlu af
adrenalini.
Að blanda því saman við
eggjahvítuefni úr blóðinu.
Að setja ísbakstra á þann
stað sem innspýtingin er gerð á.
Að gefa það sem inntöku.
Fyrstu tilraunir til að gefa
penicillin sem inntöku, báru
ekki árangur, af því að melting-
arsýrur magans eyðilögðu það.
Þá var reynt að gefa með því
natron til þess að draga úr
áhrifum magasýranna og bar
það nokkurn árangur. Nýlega
var skýrt frá því í blaði
ameríska læknafélagsins, að
tekist hefði að lækna lekanda
og fleiri sjúkdóma, ef penicillin
var tekið inn með natrium-
sitrati (salt af sítron-sýru).
Nýlega var skýrt frá því í
tímaritinu Science, að tilraunir
hefðu verið gerðar til þess að
gefa penicillin í töflum, sem
húðaðar eru með hlaupi, og á,
að gleypa töflurnar.
Natrium eða kalium salt af
penicillini er blandað í bóm-
olíu og húðað með hlaupi.
Hlaupið ver penicillinið fyrir
magasýrunum, og kemst það