Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 96
Ný, athyglisverð
kennslnaöferð.
Ritvélin sem kennslutœki.
Grein úr „School and Society“,
eftir Albert Edwardl 'Wlgg&m.
■jVTÝLEGA stöðvaðist umferð á
1 ' götu einni í borg nokkurri í
Suðvestur-Bandaríkjunmn. Or-
sök þess var sú, að fræðslurnála-
stjórnin hafði komið hóp af
barnaskólanemendum fyrir til
bráðabirgða í verzlunarhúsi,
með framhlið úr gleri. Vegfar-
endur stóðu í þyrpingu utan við
gluggann, höggdofa yfir þeirri
sjaldgæfu sjón, að sjá litlu
angana vinna í skólanum — á
ritvél.
Áhugi mannfjöldans hefði þó
líklega orðið enn ákafari, ef
hann hefði þekkt forsögu þess-
arrar óvenjulegu sýnar. Þessi
börn voru sem sé hluti af hóp
14.000 bama, sem valin höfðu
verið til tilraunar, er staðið
hafði yfir næstliðin tvö ár.
Stjórnendur hennar voru dr.
Ben. D. Wood frá Columbía og
dr. Prank Freeman frá Chicago,
báðir úr hópi kunnustu sál-
fræðinga Bandaríkjanna. Til-
raunin leiddi til þessarrar
merkilegu uppeldisfræðilegu
uppgötvunar: Hin gamla
kennsluaðfero, að byrja á að
kenna barninu að skrifa, er
ónauðsynleg, og getur meira
að segja hamlað námsfram-
förum þess í skólanum.
Mikilvægi þessarrar niður-
stöðu skilst ekki, nema með
því að hugsa málið nánar.
Hversvegna leiðist okkur að
skrifa bréf, svo við drögum það
oft fram á síðustu stundu? Af
hverju koma erfiðis- og þján-
ingardrættir fram á andliti
barns, sem er að læra að draga
til stafs? Svarið er þetta: að
rita hugsanir sínaráblað,krefst
einbeittrar, hnitmiðaðrar sam-
hæfingar, sem barninu veitist
erfið, og veldur dulvitaðri óbeit
á skriftum, jafnvel meðal full-
orðins fólks.
Fyrir nokkram árum ákváðu
þeir dr. Freeman og dr. Wood
að sannprófa þá kenningu, að
ritvélin gæti verið börnunum til