Úrval - 01.08.1945, Side 113

Úrval - 01.08.1945, Side 113
YORKSHIREMAÐURINN FLJÚGANDI 111 ,,Hvað um það, pilturinn hafði áhuga á málinu,“ sagði Sam hvatskeytlega, því að það var farið að síga í hann. „Ég skýrði út fyrir honum nokkur smáatriði varðandi flug, annað ekki.“ Við þessi orð æpti Lavinia upp yfir sig og hulöi andlitið í höndum sér. „Hvað hefi ég gert?“ stundi Sam. „Hvað hefir þú gert,“ hvein í Mully. „Herra Hanks er enginn annar en kvikmyndastjórinn, sem ætlaði að ráða Laviniu. Og þar á ofan er hann enginn ann- ar en flugmaðurinn, sem hefir sett öíl nýjustu metin í hrað- flugi, hæðarflugi og langflugi. Sá er maðurinn. Og svo sezt þú niður, þöngulhausinn þinn, herra Sam Small, og ætlar að fara að fræða hann um fiugmál.“ „Og nú hefir þú gjöreyði- lagt alla ráðningarmöguleika fyrir mér,“ sagði Lavinia. „Hann hlýtur að halda að ég sé komin af kolbrjáluðu fólki“. Mully og Lavinia skiptust á um að hella úr skálum reiði sinnar yfir Sam, unz honum var nóg booið og hann stóð upp. „Hættið þið nú,“ þrumaði hann, „nú er nóg komið!“ Sam talaði í þessum tón svo sem einu sinni á ári, en þegar hann gerði það, var mál til komið að hafa sig hægan, var Muily vön að segja. Hvað var líka varið í að vera gift manni, sem ekki var hægt að stríða dá- lítið daglega? Og hver vildi á hinn bóginn mann, sem ekki gat sýnt, svona einu sinni eða tvisv- ar á ári, hver var húsbóndi á heimilinu ? Mully og Lavinia sátu kyrrar eins og mýs og Sam starði á þær. „Jæja þá,“ sagði hann. „Ég ætla að fá mér göngutúr — og ég ætla að fara einn, án þess að nokkur sé að elta mig“. Hann beið andartak, en hvor- ug mótmælti. Hann stikaði því út og setti upp sparihattinn sinn. Hann stefndi ósjálfrátt niður að ströndinni. Hann gekk út að grindunum og starði fram fyrir sig, langt fyrir ofan hall- ir kvikmyndastjarnanna og brimgarðinn, sem sást óglöggt í rökkrinu. Hann lagði hattinn á bekk, gekk fram á brúnina og hóf sig til flugs. Uppstreymið við bergið sveifl- aði honum hátt upp í loftið. Loftstraumarnir léku um andlit hans, og hann sveif fram og aft- ur og naut til fullnustu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.