Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 4
2
ORVAL
að íifa á en skræinað gras og
hrundi niður. Þetta var versta
þurrkatímabiiið, sem komið
hafði á þessum slóðum í 86 ár.
Hinar flóknu, veðurfræðilegu
orsakir þurrkanna eru enn sem
komið er lítt þekktar. Hitt er
kunnara, hvaða aimenn áhrif
það hefir, ef þurrkar valda upp-
skerubresti, — endirinn verður
sá, að fólk sveltur. Brauðkorn
verður illfáanlegt. Korn til
skeppnufóðurs hækkar í verði.
Bóndinn þarf pund af korni
til þess að framleiða 1 pund af
nautakjöti, og hann verður að
gefa kjúklingum 5% pund til
þess að fá 1 pund af eggjum.
Og það þarf 6 pund korns til
þess að framleiða eitt pund af
góðu svínakjöti.
Þegar að því rekur að það
verður nauðsynlegt að nota hin-
ar litlu kornbirgðir í brauð og
grauta, af því að það má fæða
fleira fólk þannig, verða bænd-
urnir að slátra gripum sínum.
Af því ieiðir, að mikið kjöt
kemur á markaðinn í bili, en á
hinn bóginn minnkar fram-
leiðsla á mjólk, smjöri og eggj-
um. Brátt stöðvast kjöt- og
feitmetisframleiðslan. í löndum,
sem eru tæknilega skammt á
veg komin, og uxar eru notaðir
sem dráttardýr, þýðir slátrun
þeirra — eins og í Norður-
Afríku, Indlandi og Kína — að
bændurnir verða að draga plóg-
ana sjálfir. En af því leiðir aft-
ur, að sáð er í færri ekrur en
áður.
Innan árs var svo komið í
Argentínu — mesta matvælaút-
flutningslandi Suður-Ameríku
— að hveitiframleiðslan hafði
minnkað um 60 % en bygg- og
maisframleiðslan um % hluta.
Mestur hluti svínastofnsins var
eyddur. Og þegar stjórnin í
Buenos Aires setti hömlur á út-
flutning kjöts og kornvöru,
hafði það þær afleiðingar, að
brezka stjórnin varð að minnka
matarskammtinn í Englandi.
Um sama leyti eyðilagðist
sykuruppskeran á Kúbu og olli
það sykurskorti um allan heim.
Mexikó og Suður-Ameríku-ríkin.
báðu Argentínu og Bandaríkin
um aukið magn af matvælum.
En náttúran var aðeins að byrja
árás sína.
Þúsundir mílna í burtu, á
norðurströnd Afríku, höfðu
gengið miklir þurrkar. Þessi
frjósömu lönd eru venjulega
ekki aðeins sjálfum sér nóg,
heldur flytja þau út til Frakk-
lands og annara landa við Mið-