Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 101
ÞKTTA VAKÐAR MESTU
09
tð krossferð, ef tilgangur okkar
og markmið voru gerð heyrin
kunn. Hverju berjumst við fyr-
ir? Þeir segja: „Við skulum
hugsa um friðinn, þegar við
höfum unnið stríðið.“ Mér næg-
ir þetta ekki. Ég vil ekki deyja
fyrir svona loðin loforð.
— Clive, þú hefir átt við erfið
kiör að búa í æsku, en þar fyrir
ættir þú ekki að vera reiður við
allt og alla, og hampa öllu, sem
er andbrezkt.
— Andbrezkt. Ó, Prue, ég er
ekki andbrezkur. Ég vil ekki
eiga annað land, ég vil ekki lifa
meðal annars fólks. Brezka al-
þýðan er gædd þeim dyggðum,
sem munu koma í ljós þegar
loftárásirnar hefjast fyrir al-
vöru. Það verða ekki hershöfð-
ingjar, ekki stjórnmálamenn,
heldur íbúar fátækrahverfanna
og iðnaðarborganna, sem munu
sýna heiminum, hvað hugrekki
er i raun og veru. Glaðværð
þeirra, rólyndi og hugrekki mun
vekja aðdáun alls heimsins.
Það var farið að daga, og hún
sá hann sitja í hnipri, fötin vot
af dögg og skarpleitt andlitið
þreitulegt eftir langar viðræður.
— Ef ég fer aftur í stríðið,
sagði hann, fer ég ekki til þess
að deyja fyrir sigurinn, heldur
til þess að sjá réttlætið ná fram
að ganga — ekki réttlæti fyrir
Éngland eða Þýzkaland, heldur
fyrir fátækt, þjáð og blæðandi
mannkynið.
— Og hver getur veitt öllum
réttlæti ?
— Ég veit það ekki.
Þau voru þögul og horfðu á
dagsbirtuna vaxa. Fyrsti máfur-
inn gargaði. Að lokum sagði
Clive:
— Jæja þá, við höfum talað í
alla nótt. — Hann leit á hana
og nú varð honum Ijóst á ný,
hve fögur hún var, og hann
brosti sem snöggvast. Hún rétti
fram höndina, og hann tók í
hana og hjálpaði henni á fætur.
Þau leiddust niður af höfðanum,
gegnum mannauð strætin, til
hótelsins.
— Clive, ég er fegin að þú
skulir hafa sagt mér frá þessu
öllu. Ég vissi að það var erfitt
fyrir þig. En það er holt að trúa
einhverjum fyrir því, sem manni
liggur á hjarta. Og — svo —
veit ég að þú ferð aftur í herinn.
— Nei, sjáðu nú til ....
— Ég hefi heyrt það, sem þú
hefir sagt, og ég veit, að þú
snýrð við. Það er eitt, sem knýr
þig til þess.
— Hvað er það ?
— Þú hefir sagt mér frá
annari hlið málsins. En það eru
tvö öfl sem berjast í þér. Og
ég veit hvort þeirra sigrar. Það
er það, sem þú ert að bæla nið-
ur og afneita. Þú ferð aftur í
herinn.
Hann hristi höfuðið.
— Nei, sagði hann, ég fer
ekki aftur.
Morgunsólin var komin upp,
þegar þau stóðu á stöðvarpaíl-
inum og biðu eftir Iestinni. Hann