Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 102

Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 102
100 0RVAL starði á hana og virti fyrir sér reglubundna andlitsdrætti henn- ar undir einkennishúfunni og bjarta lokkana, sem voru næst- um huldir. Hann sá líka vonleys- ið í augnaráði hennar. — Heyrðu, sagði hann. Ekk- ert víl. Hertu upp hugann. Þetta fer allt vel. Hún hló að háðsyrðum hans. — Clive, sagði hún, þú verð- ur að fara varlega. Hvert ætl- arðu að fara? Hvað ætlarðu að gera? — Ég hefi sagt þér það áður — ég verð að hugsa mig um. — En hvert ætlarðu að fara ? Hefir þú peninga? Lestin kom æðandi og rödd hans drukknaði í hávaðanum. Hann kinkaði kolli og lagði munninn að eyra hennar. — Eg skal skrifa þér. — Hvenær? — Þegar ég er búinn að ákveða mig. Hún var komin upp í lestina og hallaði höfðinu út um glugg- ann. Hann hélt í hönd hennar. — Sjáðu nú til, sagði hann. Það þýðir ekki að vera með áhyggjur. Mundu eitt: það hlaut að fara svona. Þú hlýðir þinni sannfæringu — og ég minni. Við erum bæði heiðarleg. Hún ætlaði að segja eitthvað, en þá rann lestin af stað í full- komnu miskunnarleysi. Hann sá að hún lyfti höndunum og lét þær síðan hníga eins og í ör- væntingu. Hann sneri sér undan og hrað- aði sér brott. Þegar hann var kominn út á götuna, tók hann upp veskið og taldi peningana sína. Tvö pund og nokkrir smá- peningar — meðan þetta entist, var allt í lagi. Hann gat etið og verið frjáls. Svo kæmu erfið- leikamir. Um miðnætti var leyfi hans útrunnið. Eftir það yrði hann hundeltur flóttamaður. Hann gekk eftir auðum stræt- unum og stefndi út úr borginni. Brátt var hún að baki. * Seint um kvöldið sat hann á kirkjugarðsvegg og virti leg- steinana fyrir sér. Hann var að hvíla sig og hafði ekkert sér- stakt í huga. Allt í einu rankaði hann við sér; hann sá prestinn koma út úr kirkjunni. Presturinn tók eft- ir honum og starði á hann. — Nei, ég er ekki fallhlífar- hermaður — eða dulbúinn Þjóð- verji — þér getið leitað á mér, ef þér viljið. Clive áttaði sig strax og fann, að hann hafði talað af sér. Hann hefði átt að segja eitthvað ann- að. Presturinn hafði staðnæmst. Clive horfði á hann og brosti. — Gallinn er sá, sagði hann, að hlutverk yðar fer yður of vel — þér eruð eins og leikari í kvikmynd. Þetta fannst honum skyn- samlega mælt, því að það var satt. Gerfið var fullkomið: Silf- urgrátt hár, róleg augu og and- Iitsdrættir, sem voru mótaðir af einhverjum innri friði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.