Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 41
„MONTYHVERS VEGNA ER HANN GAGNRYNDUR
39
galla og Montgomery. Með vax-
andi gengi hefir þeim venjulega
hætt til að verða hirðulausir og
of vissir um eigin getu til
að sigrazt á örðugleikunum.
Hlutskipti margra þeirra hefir
orðið það, að falla svo mjög í
áliti að það hefir riðið þeim að
fullu. Sú meginregla Montgo-
mery, að ekkert megi mistakast
og að þar af leiðandi verði að
takmarka hverja hemaðarað-
gerð við það, sem framkvæm-
anlegt er með góðum árangri,
sýnir næma tilfinningu hans
fyrir persónulegum takmörkum
og jafnframt fyrir hernaðarleg-
um mætti. Jafn samvizkusamur
maður er ekki hégómlegur, hvað
svo sem hættir hans kunna að
gefa tilefni til að álíta. Jafnvel
hinn mjög raunsæi Wellington
var hirðulaus í tveimur síðustu
orustunum sem hann háði, við
Toulouse og Waterloo. En
Montgomery hélt áfram að
vera gætinn til hins síðasta.
Það sem virtist vera sjálf-
byrgingsháttur hjá honum, var
í raun og veru ákaflega mikið
sjálfstraust. Skilgreining hans
á foringjahæfileikum er á þá
leið, að foringi þurfi að hafa
sterkan vilja og lyndiseinkunn,
sem vekur traust.
Hinir miklu foringjar sög-
unnar voru allir, eins og hann
komst að orði, fullkomlega ör-
uggir um að þeir gætu og vildu
framkvæma það, sem þeir ætl-
uðu að gera. Þessi lyndiseink-
unn hefir innblásið aðdáendum
þeirra nauðsynlegu trausti til
þeirra.
En hann hafði einnig lært, að
fastur vilji nægði ekki til þess
að hafa áhrif á f jölmennan her,
að það þurfti einnig kunnáttu
og þekkingu. Hæverskan er góð,
en ekki vænleg til sigurs. Til
þess að verða mikill foringi,
verður maður að einbeita kröft-
uglega persónuleika sínum.
Samtímis verður maður að
geisla trausti útfrá sér, með
áætlunum og framkvæmdum,
jafnvel þó að maður með sjálf-
um sér megi ekki vera of viss
um árangur þeirra. Sjálfur var
Montgomery engan veginn eins
öruggur og hann virtist vera á
hinu hættulega stigi orustuim-
ar við E1 Alamein, en þar byrj-
aði hin sigursæla braut hans.
Hvað hann snertir, hafði hið
mikla sjálfstraust hans sérlega
fastan grundvöll í útreikning-
um og áætlunum.
Montgomery spilaði ekki á-
hættuspil og forðaðist hvetjs