Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 110
108
tJRVAL
nokkrir vegfarendur honum at-
hygli — hikandi.
Hann veiíaði til þeirra og
brosti, og gekk síðan inn í
manngrúa Lundúnaborgar og
leit ekki um öxl.
fíiinn beið eftir sambandi í
símanum, ýtti húfunni aftur á
hnakka og fann, að hann var
löðursveittur á enninu. Nú
heyrði hann rödd hennar í sím-
anum, og honum varð svo mik-
ið um það, að honum fannst
hann ætla að hníga niður.
— Prudence, hrópaði hann.
— Ó, Prudence!
Elskan mín — ertu veik-
nr?
Það var ótti í rödd hennar,
og hann reyndi að stilla sig.
— Nei, sagði hann. Nei, það
er bara — ég hefi beðið svo
iengi.
— Ég-fékk að hringja hérna
hjá vinstúlku minni — ég gat
ekki talað frá herbúðunum, þar
sem allir hlusta.
— Auðvitað — þú ert skyn-
söm stúlka.
— Elskan — hvað ertu að
gera 1 London?
— Ég er heima hjá Vollenbee
— fékkstu bréfið?
— Nei, ég hefi ekki fengið
það . . .
— Nei, auðvitað ekki — ég
setti það í póst í dag. Ég ætla
að gefa mig fram. Ég vil að þú
komir hingað — strax. Við
skulum gifta okkur.
Hann heyrði andardrátt henn-
ar gegnum símann. Svo sagði
hún:
— Hvenær?
— Strax. Komdu strax —-
getur þú fengið leyfi?
— Það skiptir engu um leyf-
ið, sagði hún — Eg kem —
gefðu þig ekki fram, Clive —
láttu ekki handtaka þig —
gerðu ekkert fyrr en við hitt-
umst.
— Auðvitað ekki, Prue. Ef ég
gæfi mig fram, þá má Guð vita
hvenær við gætum gift okkur.
En á eftir gef ég mig fram. Ég
veit ekki hvað það tekur langan
tíma að gifta sig — ég verð að
komast að því . . .
Hann fór að hlæja. Hann
var svo sæll.
— Ó, Prue, sagði hann. Þú
ert — þú ert svo falleg — og
ég elska þig.
Hún anzaði ekki.
— Trúir þú mér ekki?
— Jú, ég trúi þér — af því
að þú hefir aldrei áður sagt, að
þú elskaðir mig . . .
— En ég var fífl — ég vissi
það ekki. Nú veit ég það — það
er svo augljóst mál. Og — elsk-
ar þú mig?
—- Já, sagði hún. Já — ég er
alveg viss.
— En af hverju fórstu þá í
burtu — ó, komdu hingað til
mín og við skulum gifta okkur,
og svo fer ég til þeirra og segi
þeim allt, og mér er fjandans
sama hvað þeir gera.
Hann beið eftir að hún segði