Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
brott, skiídi systur mína og
karlinn eftir í þessari drauga-
legu íbúð, rekinn áfram af sárri
hryggð, og kvalinn af þeirri
vissu, að hér hefði þrátt fyrir
allt, já, — að hér hefði óþörf
manneskja dáið. Ogef tilvillhef-
ir það verið öllu öðru verra ...“
Viðtækjaverzlun í Bandaríkjunum fékk einu sinni svohljöð-
andi bréf:
,,Ég' er mjög óánægður með viðtækið, sem ég keypti af ykkur
nýverið. 5>að er að vísu gott hljóð í þvi, en dagskráixr frámima-
lega leiðinleg. Eg óska því eftir að skipta og fá annað, sem
hefir betri dagskrá.
cc
Svoua er að kunna ekki að leika.
Arthur Mayer, forstöðumaður hins fræga M. G. M. kvikmynda-
félags, kom nýlega til Shanghai seint að kvöldi. Á meðan hann
var að taka úr töskum sínum var barið að dyram, næturþjónn-
inn á gistihúsinu gægðist inn og fór eitthvað að tala.
Mayer skildi ekki eitt aukatekið orð, en þjóninum tókst að
skýra það með handapati og látbrögöum.
Jú — nú vissi Mayer hvað þjóninn átti við. En hann var þreytt-
xxr og kaus ekkert fremur en að fara að sofa. Hann reyndi að
skýra þetta fyrir þjóninum með því að benda á gránað hár sitt,
gleraugun, hrukkurnar á enninu o. s. frv.
Þjóninn kinkaði kolli, bx’osti og fór út. En hálftíma seinna kom
hann aftur — og í fylgd með honum þrifieg miðaldra kona, með
gleraugu á nefinu.
Saturday Review of Literature.