Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 55
ÖLDUNGAR ÖSKAST í VINNU
53
gangi, eru öldungarnir komnir
til vinnu á réttum tíma og sýna
með því mun meiri skyldurækni
en margur ungur maðurinn. Og
hvað um vinnubrögð? Vegna
staðfestunnar og samvizkusem-
innar við framleiðsluna nýtur
þessi verksmiðja allríflegs
rekstrarstyrks, í samanburði
við önnur- þesskonar iðnfyrir-
tæki. (Opinberir rekstrarstyrk-
ir munu greiddir ýmsum fram-
leiðslufyrirtækjum í Bandaríkj-
unum. — Þýð.)
Þessir óvenjulegu starfs-
rnenn Smoking Pipes, Inc.,
þarfnast heldur engra sérstakra
starfsskilyrða, umfram upp-
setningu verkfæra á vinnu-
borðum. Þarna eru engir hvíld-
artímar eða afbrigðileg meðferð
á starfsmönnunum í sjálfum
vinnutímanum. Hver maður
skilar fullum vinnudegi fimm
daga vikunnar — sem sé fjöru-
tíu stunda vinnuviku. Eftir-
vinna fer eítir óskum hvers
og eins. Þarna er engin sérstök
hvíldarstofa. Starfsmennirnir
krefjast engra hlunninda.
Starfsaðbúnaður sá, sem Levy
hefir upp á að bjóða, er að vissu
leyti lágmarkskrafa í þeirn efn-
œn. Le\n,* hefir ímugust á sí-
feldri meðaumkun með starfs-
mönnum sínum. Hann segir:
„Því meir sem bækiaður maður
getur skoðað sig sem jafnoka
annarra en ekki „hálfgilding,“
því betra fyrir verksmiðjuna og
hann sjálfan.“
Levy telur einnig að skilning-
urinn sé eitt hið nauðsynlegasta
í samskiptum allra manna. Og
gestkomandi maðim í verk-
smiðju hans getur hæglega
fundið fyrir hinni gagnkvæmu
virðingu, sem ríkir milli verka-
fólksins, annars vegar, og verk-
smiðjueigandans og sonar hans,
Henry’s, hins vegar. Henry son-
ur hans er vélaverkfræðingur og
hefir á hendi yfirstjórn með
framleiðslunni.
Hugsunin og fullvissan um
það, að hafa einhvers staðar at-
hvarf í veröldinni, er mikilsverð
fyrir hina öldruðu starfsmenn
verksmiðjunnar, sem og hina
lemstruðu. Enda þótt launaeft-
irtekjan sé eklci mjög mikil,
þarf þetta fólk ekki að skoða
sig sem horfið lífinu fyrir ald-
ur fram — „glerbrot á haug
mannfélagsins."
„Það er ekki ellin, sem manni
sárnar, heldur tilfinningin um,
að maður sé ekki framar til
neins nýtur, vegna þess að eng-
inn telur mann starfshæfan,“