Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 40
Þa« var Montgomery, som stöðvaði Bomrael
við EI Alamein I Egyptalandi.
„Monty". Hvers vegna er hann
gagnrýndur?
Grein úr „Strand Magazine“,
Eftir B. H. Liddell Hart.
]VflONTGOMERY marskálkur
^ ber höfuð og herðar yfir
alla brezka hershöfðingja síðan
Wellington var uppi. Hann er
einstakur að því leyti, að hann
hefir aldrei verið sigraður, hef-
ir jafnvel ekki hörfað í orustu,
síðan hann tók við herstjóm.
Á óslitinni sigurbraut varð
hann að stjórna hervélum, sem
voru miklu margbrotnari og
stærri en þær, sem hinir frægu
fyrirrennarar hans stjómuðu.
Þrátt fyrir alla sigrana. hefir
haxm samt orðið fyrir furðulega
sterkri gagnrýni. Hún hefir ver-
ið mjög greinileg meðal margra
starfsbræðra hans, og hennar
hefir einnig gætt meðal stjórn-
málamanna og víða meðal al-
mennings. „Monty“ hefir auð-
vitað náð mikilli lýðhylli, en
ekki eins mikilli og búizt
hefði mátt við, ef réttur mæli-
kvarði væri lagður á afrek hans.
Til að gera sér grein fyrir
þessu, verðum við að bera þetta
saman við þá hetjudýrkun, sem
féll í hlut Wolsely, Roberts,
Kitchener og jafnvel Haig.
Við raunverulegan saman-
burð á afreksverkum hans og
þessara manna, er þetta óskilj-
anlegt. Hver er orsökin? Gagn-
rýnin á Montgomery gefur það
í skyn: að hann sé hégómlegur
og geri sér far um að sýnast.
Aðferð hans við að vinna
traust hersveita sinna var ekki
í samræmi við ríkjandi hug-
myndir um brezkan fyrirmynd-
arforingja, og ýmsir hneyksluð-
ust á sérvizku hans í klæða-
burði og háttum. Þessi gagn-
rýni mun stundum hafa verið
réttmæt, en samt sem áður staf-
aði sérvizka hans fremur af
raunsæi en duttlungum.
Of mikið sjálfsáht er rétti-
lega skilgreint sem ofmat á eig-
in hæfni. Fáir frægir foringjar
hafa verið eins lausir við þenna