Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
hvort sem þér eruð í mílu fjar-
lægð eða þrjú þúsund mílna: —
Þér notið þann síma, sem hendi
er næstur og hringið í símanúm-
erið yðar; um leið og hringir,
heyrið þér sagt: „Halló ... halló
... Þetta er hjá N. N. (nafn
yðar og heimilisfang) ... Reiðu-
búnir!... Þegar sagt er: „reiðu-
búnir!,“ en áður en yður er boð-
ið að gera svo vel, segið þér
tvívegis (Það er mjög áríðandi
að segja það tvisvar, til þess að
koma af stað rafeindastillum,
sem endursegja símtöl í stað
þess að taka þau upp.) „Halló
... halló ...“ Nú segir röddin
ekki „gerið þér svo vel, berið
upp erindið...“, en fer í þess
stað að telja með hægð:
„Einn . .. tveir ... þrír ...
fjórir .. . fimm ... sex . .. sjö
. .. átta . . . níu .. . núll.“
Þessi talning á að vera yður
til frekara öryggis. Ef til vill
hefir yður komið í hug, að hver,
sem svo býður við að horfa,
geti hlýtt á skilaboðin, sem yð-
ur berast við upphringinguna.
En allir þeir, sem þenna upp-
tökusírna hafa undir höndum,
eiga það sem framleiðendurnir
kalla heyrnarlykil (Acoustic
Code Key). Þér hafið sem sagt
einskonar dulmálslykil, leynilega
einkennistölu, sem tryggir yður.,
að enginn geti hlýtt á skilaboð-
in nerna þér sjálfur. Gerum ráð
fyrir, að leynilykillinn að síma
yðar sé talan 146. Á símatæk-
inu yðar eru tölusettir hnapp-
ar, en tölurnar eru 1 til 0. Þér
snúið litlum lykli, sem ekki er
ósvipaður bíllykli, og þrýstið
svo á hnappana, sem merktir
eru með tölunni einn, f jórir og
sex. Og ef svo er um hnútana
búið, getur síminn aðeins anzað
yður, ef þér beitið þessari að-
ferð, rétt eins og dyr yðar verða
ekki opnaðar nema með sér-
stökum lykli.
Eftir hverja tölu verður
f jögurra sekúndna hlé, og í því
hléi, sem verður á eftir síðustu
einkennistölunni, kallið þér
„halló ... halló,“ — tvívegis.
Þessi orð búa upptökusímann
undiraðhefja endurvarpefnis, er
áður hefir verið í hann talað. Ef
einhver reynir að geta sér til
um einkennistöluna á síma yð-
ar eða þér hafði gleymt henni
eða kallað tvítekið halló, áður
en tími var til kominn, er gefið
merki um, að síminn sé upptek-
inn, og þér verðið að hringja
aftur. (Þar eð símaeiganda er
í lófa lagið að breyta leynitöl-
unni, hvenær sem honum dettur