Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 125
£>ETTA VARÐAR MESTU
123
Hann tók í hönd sjúkiingsins og
þreifaði á slagæðinni.
— Hvernig er hann? spurði
hún. Hann hikaði, og hún hélt
áfram.
— Nei, það er bjánalegt að
spyrja svona. Þú getur engu
svarað.
— Þú ættir heldur að koma
með mér og fá þér eitthvað að
borða.
Hún kinkaði kolli.
— Þú ert þreytulegur, sagði
hún. — Hafðir þú mikið að gera
í gærkvöldi?
— Já, ég hafði mikið að gera,
sagði hann. — Árásin var hörð
í gærkvöldi.
Þau gengu niður í anddjnrið.
— Fólk verður að læra að
ganga með hjálma. Það var
komið með einn með sprengju-
brot hérna.
Hann benti xneð fingrinum
ofan á hvirfilinn á sér.
— Ég býst við að þú farir
að fá mörg einkennileg tilfelli
úr þessu.
Hann kinkaði koili.
— Það er ekki ólíklegt.
Hún kom aftur, þegar þau
höfðu borðað. Clive var óróleg-
ur, bylti sér í rúminu og átti
erfitt með andardrátt. Hún tók
vatnsbolla og vætti varir hans.
Þær voru sprungnar og þurrar
af hitanum.
Þegar hún hevrði hann tala,
var röddin óþjál og óskiljanleg.
Hún gekk til hans. Hann var
með opin augun og varirnar
bærðust.
— Vatn, sagði hún.
Hann íirissti höfuðið. Svo
sagði hann:
— Nei. Hatturinn þinn.
Hún bar höndma upp að alpa-
húfunni.
— Ó, þessi? Áttu við, að ég
er ekki í einkennisbúningi ?
Hann hrissti höfuðið aftur —
eins og með viðbjóði.
— Hatturinn þinn. Taktu
hann ofan, sagði hann.
— Já, sjáifsagt.
Hún tók ofan húfuna og
strauk hár sitt eins og ósjálf-
rátt.
— Er þetta betra?
Iíann brosti og kinkaði kolli.
Clive var enn á lífi morguninn
eftir. Hjúkrunarkonan kom inn
og sagði við Prudence: — Vilj-
ið þér ekki hvíla yður? Þetta er
þýðingarlaust . . . Hérna er
dagblaðið.
Hún skildi blaðið eftir, en
Prudence gat ekki lesið það.
Hávaðinn úr sjúkrahúsinu
barst inn til hennar: skrjáfið í
pilsum hjúkrunarkvennanna,
þegar þær hröðuðu sér eftir
ganginum, fæðingarhljóð konu,
barnagrátur og glamur í disk-
um.
En gegnum allt hevrði hún
andardrátt hans. Hún sat með
spenntar greipar og hlustaði á
hann.
Seinna um daginn kom faðir
hennar inn í herbergið og þreif-