Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 120
118
UR VAL
Það var loftvarnamerki. Hún
leit á úrið.
— Átján mínútur gengin í
tíu — þriðja árásin í kvöld,
sagoi hún. Slasast margir?
— Já, þeim er að fjölga.
— Ég vona að þú verðir ekki
sóttur í kvöld, sagði hún. Þú
verður að hviía þig vel fyrir
morgimdaginn.
*
Roger Cathaway þvoði sér um
hendurnar eins og ósjálfrátt.
Hann var að hugsa um Pru-
dence, sem beið niðri í gangin-
um.
— Við erum tilbúnir, læknir.
Hann gekk inn 1 skurðstof-
una. Hún var öll uppljómuð.
Hópur læknastúdenta var á
áhorfendasvölunum, til þess að
horfa á uppskurðinn. Cathaway
varð allt í einu dauðþreyttur.
Hann gekk að skurðarborðinu
og virti fyrir sér blágráa, nauð-
rakaða höfuðkúpu sjúklingsins.
Þessi höfuðkúpa — þessi mað-
ur — og Prudence. Þessi mað-
ur —
— Við erum tilbúnir, læknir,
sagði aðstoðarlæknirinn.
— Já, sagði hann. — Já.
Hann hóf uppskurðinn.
— Eftir vitneskju okkar um
þetta sjúkdómstilfelli, sagði
hann og taíaði skýrt og greini-
lega, — og samkvæmt athug-
unum okkar, virðist hér vera
um að ræða blæðingu á vinstri
heilahelming.
Hann rétti höndina út eftir
hnífnum og risti fyrstu skinn-
sprettuna á höfuðleðrið.
— En, hélt hann áfram, —
það er margt sem bendir til að
hér sé meiri alvara á feroum.
Hann varð hugsi: Það var
alltaf eins og varaþunnur munn-
ur væri að brosa, þegar höfuð-
leðrið kipraðist frá skurðinum
og höfuðkúpan kom í Ijós.
Hann hélt áfram aðgerðinni,
fljótt og öruggt.
Þessi maður, unnusti dóttur
hans. Litlu stulkurnnar með
löngu flétturnar . . .
— Sjúklingurinn er hermað-
ur, nýkominn frá vígvöllunum.
Efalaust hafa erfiðleikar stríðs-
ins haft áhrif á hann . . .
— Þér veitið því athygli, hve
mikil áherzla er lögð á að stöðva
blæðinguna. Við Iokum æðunum
með klemmum . . .
Hann heyrði sjálfan sig tala
og sá hendur sínar hreyfast, og
hugsaði: Það er bezt að ljúka
þessu af — það verður að ger-
ast hvort sem er.
Hann fór að meitla höfuð-
kúpuna.
— Sjúklingurinn hefir dáiít-
inn krampa. 1 sambandi við það
er rétt að minnast þess, að hann
hefir nýlega fengið lungnabólgu
og röntgenmynd sýnir berklaör
í hægra lunga.
Hann beygði sig yfir sjúkling-
inn og stakk þráðmjórri sög
niður um annað opið, sem hann
hafði meitlað, og undir nöfuð-
kúpuna. Hann náði í endann og
tók að saga.