Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 113
KETTA VARÐAR MESTU
111
— Ég veit það ekki. Hann
var héma rétt áðan. Hann var
á skyrtunni — ailur brenndur.
Lögregluþjónninn lýsti með
vasaljósinu. Það var lítill kjall-
aragluggi undir ristinni.
— Taktu hérna í, hermaður.
Við skuium reyna að kippa rist-
inni upp.
Þeir toguðu báðir, og allt í
einu losnaði ristin og þeir voru
nærri dottnir aftur yfir sig. Þeir
gægðust inn um gluggann. Hit-
inn af bálinu óx.
— Ég kemst ekki inn um
hann, sagði lögregluþjónninn.
Hann leit á Clive.
— Og þú ert fjandakornið
ekkert minni en ég, bætti hann
við.
— Hvað er hér á seiði, sagði
rödd fyrir aftan þá.
— Það er kona og barn þarna
niðri — og giugginn er of lítill.
— Hver segir það ?
— Maður — hann var hérna
áðan. Hann var á skyrtuni.
— Ó, það er víst maðurinn,
sem þeir tóku þama á horninu.
Hann var ekki með sjálfum sér.
Nýkomni maðurinn lýsti inn
um gluggann með vasaljósinu
sínu.
— Við skulum líta á þetta
sagði hann.
Nokkrir menn höfðu safnazt
saman í hnapp fyrir framan
húsið, og einn þeirra, gamall og
skorpinn náungi með allt of
stóran hjálm á höfði, fór að
troða sér gegn um gluggann.
Honum tókst það með erfiðis-
munum og hahn hvarf niður í
kjallarann. Það var ekki annað.
að gera en að bíða.
Loks heyrði Clive að menn-
irnir voru að kalla inn um
gluggann. Þeir voru að toga í
eitthvað — lítið barn. Maður-
inn, sem hafði farið niður, hróp-
aði:
— Ég finn ekki annað.
Clive kraup niður að gluggan-
um.
— Það hljóta að vera fleiri,
kallaði hann. Maðurinn sagði,.
að konan hans væri þarna líka.
— Ég skal leita betur, sagði
maðurinn í kjallaranum.
Það leið drykklöng stund. Þá
heyrðist kallað að innan:
— Ég hefi fundið hana. Hana
— takið þið á móti.
Clive beygði sig niður og
reyndi að ná taki á konunni.
Hann náði í hendur hennar og
togaði. Höfuð hennar hvíldi
máttlaust á herðunum.
Einmitt þegar Clive hafði náð
taki á gildum úlnliðunum og var
byrjaður að toga, heyrði hann
ópin. Það voru há, skerandi óp,
sem brenndust inn í vitund
hans.
— Varið ykkur!
— Varið ykkur! Veggurinn!
Hann togaði af alefli, en kon-
an sat föst í glugganum. Hann
leit upp.
Veggurinn stóð ennþá. Ef til
vill hafði þeim skjátlazt. Hann
spymti við með fótunum og tog-
aði af svo miklu afli, að hann
var hræddur um að handleggir