Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 127
jÞETTA VARÐAR MESTU
125
gólfinu — undir rúmi. Hvers
vegna að Isnýja hann til þess í
dauöanum, sem hann hefði ekki
gert í lifanda lífi?
Hjúkrunarkonan fór og lok-
aði hurðinni.
Hún hlustaði á loftvarnabyss-
urnar. Svo heyrði hún allt í
einu að hann tók andköf. Sog-
hljóðið hækkaði, og dó svo_ út.
Hún þreifaði á slagæðinni. Hún
fann hana ekki. Hún fann engan
hjartslátt.
Svo fór æðin allt í einu að slá
ofsalega og í rykkjum, þegar
hann tók andvörpin.
Hún lagði höndina undir
ábreiðuna og fór fram á gang-
inn. Hún kallaði á hjúkrunar-
honuna.
— Hann er að deyja — vill
-enginn vita um það?
Hjúkrunarkonan hikaði.
— Eg skal reyna að fara nið-
ur, ungfrú Cathaway . . .
— Nei. Það hefir víst enga
þýðingu. Það er ekki til neins —
en mér fannst. . .
Hún fór aftur inn og fór að
telja tímann milli andkafanna.
Hún var alveg tilfinningaíaus
— hún var hætt að geta fundið
til. Hún taldi — beið — og nú
taldi hún áfram endalaust. And-
vörpin voru hætt.
Hún þreifaði aftur á slagæð-
inni. Svo stakk hún hendinni
undir koddann og náði í tösk-
una sína með vasaljósinu.
Hún hélt því í annari hendi,
beygði sig yfir rúmið og horfði
á hann. Hún vissi, að hún ætti
að finna til sorgar — en hún
fann ekki til neins. Andlitið —
það var ekki andlit Clives. Clive
— hann var lifandi, magnþrung-
in vera.
Hún tók upp sjúkraspjaldið,
leit á úrið og skrifaði: „Sjúk-
lingurinn dó kl. 2,17 f. h.“ Hún
skrifaði dagsetninguna fyrir
neðan. Svo fór hún út úr her-
berginu og fann hjúkrunarkon-
una.
— Hann er dáinn, sagði hún.
Ég skrifaði það á spjaláið. Get
ég gert nokkuð annað?
— Nei, ungfrú Cathaway.
Það er allt að komast í Iag á
þessari hæð — sprengjan féll á
farsóttadeildina.
Hún fór út úr sjúkrahúsinu,
út á mannautt strætið. Menn
með hjálma á höfði voru á ferli
í garðinum. Hún sá álmuna, sem
sprengjan hafði komið á. Fram-
hliðin var horfin og það sást inn
í herbergin eins og á brúðuhúsi.
Þetta var þýðingarlaust. Hún
hélt af stað og hélt til austurs,
þar sem logana bar við loft.
Enn kvað við skothríðin og
hún hugsaði: Nú kemur önnur
byígja. — Maður með svartan
hjálm á höfði kallaði til hennar.
— Heyrðu — komdu þér í
byrgi!
Hún varð hissa á hvað mað-
urinn var ókurteis. Svo datt
henni í hug: Hann heldur að ég
sé götudrós. Það er hart fyrir
þær að vera ávarpaðar svona.
— Ég er á leiðinni, sagði hún.
Hún gekk eftir götunni —