Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 21
NINOTCHKA
19
Ég reyndi að gleyma þessum at-
burði, ert iöngmi mín til að for-
vitnast um hagi stúlkunnar
varð æ ásæknari eftir því sem
frá leið. Þetta hrafnsvarta hár
og litla andlit með viðkvæmnis-
svipnum! „Móðir mín var rúss-
nesk,“ hafði hún sagt við mig.
Hún var sem af öðrum heimi,
fjarskakenndur óveruleikablær
yfir henni allri, og ég ályktaði,
að uppruni hennar réði mestu
um.
Og svo var það kvöld nokk-
urt, það hefir ef til vill verið
fjórum dögum síðar, að ég gat
ekki lengur á mér setið og fór
heim til hennar. Eg hitti hana í
stiganum, hún var á leiðinni út,
með rauðar varir og græn
augnalok. Ég bauð henni til
miðdegisverðar.
„Ég er nýbúin að borða,“
sagði hún, enjffór þó með mér. Við
fórum inn í veitingahús, drukk-
um te og borðuðum nokkrar tví-
bökur með. Mér tókst ekki að
fá hana til að borða með mér
fulla máltíð. 1 rauninni hugði
ég, ao hún væri allstórlát. Stúlk-
ur velja venjulega það, sem
dýrast er, þeim verður fyrst lit-
ið á verðskrána, síðan á réttina.
Við töluðum ekki mikið saman.
Ég fékk aðeins gengið úr
skugga um, að hún vann í skrif-
stofu, að hún hafði fjögur
hundruð krónur í kaup á mán-
uði og átti engan kunningja um
þessar mundir. Hún verður
ræðnari og ísinn bráðnar, er
við förum að kynnast betur,
hugsaði ég. Hún bauð mér heim
með sér og ég heimsótti hana
daglega næstu viku. Ég veitti
því enga athygli, að hún borð-
aði aldrei neitt. Ástfangnar
stúlkur hafa enga matarlyst
framan af. En eftir nokkmm
tíma veitti ég því eftirtekt, að
hún horaðist og varð grennlu-
legri og fölari með hverjmn
degi, sem leið. Ég varð óttasleg-
inn, og daginn eftir sendi ég
Sigríði til hennar. Konur eiga
betra með að skilja hvora aðra,
og svo er systir mín líka svo
móðurleg.
Um miðdegisleytið beið Sig-
ríðm* mín úti fyrir skrifstof-
unni.
„Hvernig er þessu varið?“
„Við höfum flutt hana í
sjúkrahús. Læknirinn telm*, að
hún muni varla hafa það af.“
„Að . . . hún . . . hafa það
af . . . ?
„Nýru hennar eru stór-
skemmd og raunar er sannleik-
urinn sá, að meiri og minni