Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 43
„MONTY." HVERS VEGNA ER HANN GAGNRYNDUR
41
hann dró að sér. Það gat varla
lijá því farið, að hann yrði var
við naprar athugasemdir sam-
starfsmanna sinna og eldri her-
foringja. Hann hlýtur að hafa
vitað að þeir biðu eftir að ráð-
ast á hann, ef honum yrði á að
gera eitthvað glappaskot.
Ef hann hefði beðið alvarleg-
an ósigur, þá hefði hann tæp-
lega átt sér uppreisnar von.
Hann hefði þolað að glata
hernaðarlegu tækifæri, en ekki
að verða á alvarleg mistök.
Ef við íhugum skapgerð hans
og þessar utanaðkomandihindr-
anir, er það í raun og veru enn-
þá eftirtektarverðara að hern-
aðarframkvæmdir hans sýndu
eins mörg fimleg högg og raun
varð á. Gegn um alla herförina
hafði hann á móti sér andstæð-
inga, sem voru of slægir til þess
að auðvelt væri að koma þeirn
að óvörum, en hann fann meist-
aralegar aðferðir til þess að
koma þeim út úr jafnvægi. I
því tilliti sýndi hann frábæra
dómgreind til að velja hinn
rétta tíma til athafna, en það er
einn af beztu eiginleikum hans.
Á það hefir verið bent með
nokkrum rétti, að hann væri
ekki frumlegur í hugsun og
honum veittizt ekki auðvelt að
tileinka sér nýjar hugmyndir,
en reynslan hafði kennt honum,
hve ákaflega þýðingarmiklar
nýjar hugmyndir gátu reynst,
og þess vegna vildi hann ger-
hugsa þær svo að hann þekkti
þær nákvæmlega.
Enda þótt dómar hans urn
gildi og notkun hinna ýmsu
vopna væru stundum dregnir í
efa af ýmsum herfræðingum,
stendur óhögguð sú staðreynd,
að hann notaði meira ný vopn
en nokkur annar mikill foringi
í sögu Bretlands.
Sjálfur hefir hann sagt, að
leyndardómurinn við að stjórna
orustu sé sá, að koma auga á
hin fáu höfuðatriði og sjá
hvemig hægt er að nota þau til
sigurs.
Hvað hann snertir, var þetta
afleiðing af hæfileikum hans til
þess að laga sig eftir aðstæðum,
og hinn sami eiginleiki ein-
kenndi á áberandi hátt hina
frábæru foringjahæfileika hans.
6