Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 105
ÞETTA VARÐAR MESTU
103
— Þú gætir boroað í stað
þess að taia.
Clive borðaði, þögull, og allt
í einu var hann orðinn of sadd-
ur.
— Ég get ekki borðað meira,
sagði hann.
— Hvíldu þig svolítið, og
r-eyndu aftur.
—- Nei, þetta er ágætt. Ég
ætti að fara.
— Hvert?
— O, bara eitthvað — ég hefi
ekkert að fara — og hér get ég
ekki verið. Eða — kannske gæti
ég það. Þetta er griðastaður —
er ekki svo? Griðastaður! Eng-
inn getur tekið mig héðan.
— 1 kirkjunni er hæli og
griðastaður — en ekki framar
fyrir líkamann. Hún er meira en
það. Hún er griðastaður and-
ans.
— Nei, sagði Clive, ekki fyrir
mig. Kirkjan brást í síðustu
styrjöld. Þið sáuð svo um, að
Guð var með báðum aðilum.
Kirkjan hefir lagt blessun sína
yfir of mörg stríð í nafni rétt-
lætisins.
Hann stóð upp og tók upp
beyglaðan hattinn.
— Ég fer. Ég þakka umburð-
arlyndið. Og láttu gömlu,
fallegu, kirkjuna standa tóma
og tilgangslausa meðan kvik-
indin skríða í sárum gamla
Ijónsins og eta það hægt og
hægt, unz það deyr.
^— Ljónið er ekki dautt enn,
drengur minn. Það er eitt síns
liðs, en ekki dautt. Og þó að all-
ur heimurinn ráðist á okkur, þá
skulum við sýna honum, hvað
í okkur býr.
— Vitleysa. England hefir
brugðist sjálfu sér. Vertu sæll
og ég þakka velgerðirnar. Þetta
hefir verið skemmtilegt samtal
— ætlar þú að koma upp úm
mig?
— Það kemur mér einum við.
— Flýttu þér ekki, prestur
sæll.
— Þú veizt að þú ert veikur,
drengur minn. Ef það er eitt-
hvað . i .
— Ég er bara svolítið skrít-
inn í kollinum.
— Bíddu. Mér hefir gramist
tal þitt — ef ég væri yngri . . .
— Mér þykir það leitt.
— Nei, það gerir ekkert til.
En ég vil að þú skiljir eitt. Ég
lít á þig sem tákn þinnar kyn-
slóðar. Þú ert afkvæmi skyn-
semialdarinnar — ekki trúar-
aldarinnar. Þú neitar þér um
ævilanga huggun trúarinnar á
ódauðleika sálarinnar, af því að
þú sérð engin skynsamleg rök
fyrir lífi eftir dauðann.
Clive brá hendinni fyrir and-
litið.
— Þú ruglar mig — ég er
þreyttur, sagði hann. Áttu við
það, að við eigum að trúa því,
sem skynsemin segir að við get-
um ekki trúað ?
— Já.
— Trúir þú á sálina og lífið
eftir dauðann — himnaríki, hel-
víti og hásæti Guðs?
— Skynsemi mín trúir ekki