Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 13
BLÓ.ÐIÐ SEGIR FRÁ
XI
skýrslu um tölu hvítú blóðkorn-
anna á klukkutíma fresti, til
þess að sjá hve fijótt bóigan
breiddist út, og hversu vel
líkami þinn stæði sig í barátt-
unni við hana. Ef hvítu blóð-
komunum fjölgaði stöðugt,
myndi hann vita, að botnlang-
inn væri alvarlega skemmdur.
En hann mundi einnig vita, að
hvítu blóðkornin væru í baráttu
við sjúkdóminn. í gærkvöldi
fengum við verulega slæmt til-
felli af botnlangabólgu. Tom
Jones var fölur og með miklar
kvalir þegar áhyggjufullir ætt-
ingjar hans fluttu hann hingað.
Ég þaut upp í biðstofuna og
framkvæmdi blóðtalningu, með-
an að hjúkrunarkonurnar voru
að búa út herbergi fyrir hann.
Sjúkdómseinkennin bentu á
svæsna botnlangabólgu, en
hvítu blóðkornin voru ekki
óvenjulega mörg. Það var vont
merki og þýddi það, að hvítu
blóðkornin voru ekki í baráttu
við sjúkdóminn. Læknirinn gerði
uppskurð strax og botnlanginn
var bólginn og grafinn. Það
tekur Tom langan tíma að ná
sér, því hann hefir lítið mót-
stöðuafl.
Hinn eðlilegi f jöldi hvítu blóð-
kornanna segir okkur einnig, að
þú ert ekki fómarlamb hins ein-
kennilega, banvæna blóðsjúk-
dóms, sem þekktur er undir
nafninu hvítblæði.
Þegar um þennan sjúkdóm ér
að í-æða, er ólag á líffærunum,
sem mynda blóðkornin, og kvítu
blóðfrumunum geturfjölgaðsvo
mjög að þær verði hundrað sinn-
urn fíeiri en eðlilegt er.
Þessi veiki er sjaldgæf, en í
síðastliðinni viku kom í spítal-
ann skólapiltur, sem var langt
leiddur af hvítblæði. Við kennd-
um öll í brjósti um hann. Hann
gerði sér ekki gi'ein fyrir að
hann ætti að deyja, en læknarn-
ir og hjúkrunarkonurnar vissu
það. Þau fundu öil vanmátt
sinn, að geta ekkert gert fyrir
hann. Lækninum fannst hann
ekki geta horft upp á hann án
þess að gera eitthvað, svo hamx
ákvað að gefa honum blóð.
Þrír af piltunum úr skóla
Jacks reyndust vera af sarna
blóðflokki, og voru fúsir til að
gefa honum blóð. En það var til
einskis, hann dó í gær.
Af því sem áður er sagt, get-
um við verið alveg viss um, að
þú hefir engan sérstakan blóð-
sjúkdóm, en til þess að geia
skýrslu þína fullkomna, skoðum
við blóðfrumurnar í smásjá.