Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 118
116
O R VAL
sagði hún. — ]2g er ekki að
gráta. Líður þér vel?
— Já. Hvernig komum við
hingað ?
— Þú lentir í slysi og varst
í'Iuttur hingað.
Hann varð hugsi.
— Ég átti við — hvernig
komst þú hingað? Ég hitti þig
ekki o g . . .
— Vegabréfið þitt. Starfsfólk
sjúkrahússins lét herlögregluna
vita. Pabbi hafði upp á þér.
Vertu ekki áhyggjufullur —
reyndu að sofna.
— Ég hefi sofið.
— En þú verður að safna
kröftum.
— Hvað er að mér, spurði
hann.
— Vottur af heilahristingi.
Hann missti sjónar af henni
og sá aðeins auða veggina. Hann
rejmdi að einbeita athyglinni að
einhverju, sem hann ætlaði að
segja, en þá sá hann að það var
orðið dimmt, og það logaði á
lampanum og hún var horfin.
*
Hann opnaði augun og fann,
að einhver hélt í hönd hans.
Skeggjaður maður stóð við rúm-
ið og þreifaði á slagæðinni.
— Halió, sagði hann.
Maðurinn svaraði ekki.
— Ég þekki þig, sagði Clive.
Þú ert faðir Prue.
Maðurinn kinkaði kolli, en
svaraði ekki.
— Veiztu á hverju ég þekki
þig? Á nefinu.
Maðurinn fór að hlæja, eins
og þetta væri afar skoplegt. Svo
sleppti hann hönd Clives.
Clive var harðánægður -—
honum þótti sér hafa tekizt vel
upp. Iiann langaði að halda tal-
inu áfram, en þá sortnaði hon-
um allt í einu fyrir augum og
hann missti meðvitundina.
*
Bifreiðin var rétt komin
heim, þegar Prue þorði að
spyrja.
— Segðu mér frá honum,
pabbi.
— Jæja, sagði hann, hægt.
Við skerurn hann upp á morgun
klukkan ellefu. Svo lagast hann
fljótlega.
Hún horfði beint fram.
— Hvað gengur að honum?
spurði hún. Þetta er meira en
heilahristingur, ekki satt? Þið
hafið heiti á öllu . . .
— Nei, nei, sagði hann. — Ef
ég segði þér það, myndir þú
fletta því upp heima og verða
kvíðin. Yfirborðsþekking er
hættuleg. Fyrir mörgum árum,
þegar við vissum Iítið um
krabbamein, las ég um það og
var alveg viss um að ég gengi
með það. Hálskrabba. Þessi
sannfæring mín var óbifanleg.
Ég fæ það enn, tvisvar á ári.
Ég læt rannsaka mig, en ég
sannfærist ekki . . .“
Hún vissi, að hann hafði farið
út í aðra sálma, til þess að hlífa
henni.
— Segðu mér það, sagði hún.
— Övissan er verri.