Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 119
í>ETTA VARÐAR MESTU
117
— Jæja, það er heilablæðing,
vinstra megin og aftan til.
— Hvað er það?
— Það hefir blætt undir
heilahimnuna og myndast þrýst-
ingur á heilann.
— Og þú ætlar að skera, til
þess að minnka þrýstinginn?
— Já. Ég tek blóðstorkuna.
Allt sem unnt er að gera — það
verður gert. Vertu ekki áhyggju-
full.
Hann varð einkennilega þög-
ull í margar mínútur.
— Þú sagðir mér að vera ekki
áhyggjufull, sagði hún. — En
ert þú ekki kvíðinn sjálfur?
— Þú veizt, að ég er alltaf
dálítið kvíðinn. Ef ég væri ekki
kvíðinn þá væri ég ef til vill ekki
góður læknir. Hefir — hefir
pilturinn nokkurn tíma verið
veikur?
— Nei. Ég held að hann hafi
sagt, að hann hafi ekki legið
einn einasta dag í lífi sínu. En
hann fékk lungnabólgu eftir
volkið við Dunkerque.
— Lungnabólgu? Auðvitað.
Þeir fengu hana margir — af
þreytu og ofkælingu. Hann var
bezti piltur, ekki satt?
Hún brosti og kinkaði kolli.
— Já, sagði hann. Hvernig
læt ég. En ég þekki hann lítið.
Var hann kátur?
— Já, við hlógum oft og
skemmtum okkur.
— Ekki alltaf. Stundum
voruð þið alvarleg.
— Já, oft.
— Rifust stundum?
— O—já. Fólk gerír það —
það er mannlegt.
— Já, auðvitað. En — voruð
þið mjög æst?
— Stundum. Hann var næm-
ur og viðbrigðinn eftir allar
þjáningarnar. Hann þjáðist svo
mikið hjá Dunkerque, að hann
virtist aldrei geta gleymt
því.
— Sagði hann þér frá því?
— Ekki í fyrstu. En ég komst
að því. Á næturnar nísti hamn
tönnurn og hrópaði um stríðið
upp úr svefninum.
— En hann var alltaf eðlileg-
ur í framkomu?
— Já —, það er að segja —
stundum þegar hann var að
tala, hætti hann allt í einu —
alveg eins og hann hefði gleymt
sér. Og svo hélt hann áfram —
byrjaði þar, sem hann hafði
hætt.
— Talaði — hætti og hélt svo
áfram ?
— Já. Er það slæmt? Hefir
það einhverja þýðingu?
Honum vafðist tunga um
tönn.
— Nei, nei. Við gerum þetta
flest — ef við en.im að hugsa.
Það eru aðeins bjánarnir, sem
láta dæluna ganga.
— Já, hann er greindur,
pabbi.
•— Hafði hann nokkurntíma
höfuðverk ?
— Já. Hefir það nokkra þýð-
ingu?
— Nei, sagði hann. Ekki þarf
það að vera . . . Hlustaðu!