Úrval - 01.12.1946, Side 102
100
0RVAL
starði á hana og virti fyrir sér
reglubundna andlitsdrætti henn-
ar undir einkennishúfunni og
bjarta lokkana, sem voru næst-
um huldir. Hann sá líka vonleys-
ið í augnaráði hennar.
— Heyrðu, sagði hann. Ekk-
ert víl. Hertu upp hugann. Þetta
fer allt vel.
Hún hló að háðsyrðum hans.
— Clive, sagði hún, þú verð-
ur að fara varlega. Hvert ætl-
arðu að fara? Hvað ætlarðu að
gera?
— Ég hefi sagt þér það áður
— ég verð að hugsa mig um.
— En hvert ætlarðu að fara ?
Hefir þú peninga?
Lestin kom æðandi og rödd
hans drukknaði í hávaðanum.
Hann kinkaði kolli og lagði
munninn að eyra hennar.
— Eg skal skrifa þér.
— Hvenær?
— Þegar ég er búinn að
ákveða mig.
Hún var komin upp í lestina
og hallaði höfðinu út um glugg-
ann. Hann hélt í hönd hennar.
— Sjáðu nú til, sagði hann.
Það þýðir ekki að vera með
áhyggjur. Mundu eitt: það
hlaut að fara svona. Þú hlýðir
þinni sannfæringu — og ég
minni. Við erum bæði heiðarleg.
Hún ætlaði að segja eitthvað,
en þá rann lestin af stað í full-
komnu miskunnarleysi. Hann
sá að hún lyfti höndunum og lét
þær síðan hníga eins og í ör-
væntingu.
Hann sneri sér undan og hrað-
aði sér brott. Þegar hann var
kominn út á götuna, tók hann
upp veskið og taldi peningana
sína. Tvö pund og nokkrir smá-
peningar — meðan þetta entist,
var allt í lagi. Hann gat etið og
verið frjáls. Svo kæmu erfið-
leikamir. Um miðnætti var leyfi
hans útrunnið. Eftir það yrði
hann hundeltur flóttamaður.
Hann gekk eftir auðum stræt-
unum og stefndi út úr borginni.
Brátt var hún að baki.
*
Seint um kvöldið sat hann á
kirkjugarðsvegg og virti leg-
steinana fyrir sér. Hann var að
hvíla sig og hafði ekkert sér-
stakt í huga.
Allt í einu rankaði hann við
sér; hann sá prestinn koma út
úr kirkjunni. Presturinn tók eft-
ir honum og starði á hann.
— Nei, ég er ekki fallhlífar-
hermaður — eða dulbúinn Þjóð-
verji — þér getið leitað á mér,
ef þér viljið.
Clive áttaði sig strax og fann,
að hann hafði talað af sér. Hann
hefði átt að segja eitthvað ann-
að. Presturinn hafði staðnæmst.
Clive horfði á hann og brosti.
— Gallinn er sá, sagði hann,
að hlutverk yðar fer yður of vel
— þér eruð eins og leikari í
kvikmynd.
Þetta fannst honum skyn-
samlega mælt, því að það var
satt. Gerfið var fullkomið: Silf-
urgrátt hár, róleg augu og and-
Iitsdrættir, sem voru mótaðir af
einhverjum innri friði.