Úrval - 01.10.1952, Side 6

Úrval - 01.10.1952, Side 6
4 ÚRVAL andartaks umhugsun hefði blás- ið burt óttanum. í dagskrá út- varpsins í blöðum hefði mátt sjá, að á þessum tíma átti að útvarpa leikriti byggðu á sögu H. G. Wells: „Hildarleik- ur himintunglanna“. Hlustend- um var tjáð, að á tveim tímum hefðu tvær miljónir manna flú- ið frá New York, en allir hlutu við nánari íhugun að sjá að slíkt gat ekki staðizt, jafnvel þótt brottflutningur fólksins hefði verið vandlega undirbúinn, hvað þá þegar árás marsbúanna kom öllum á óvart. Hversvegna brást skynsemi og rökrétt hugsun jafnvel gáf- uðustu hlustendum ? Þarna hafði ameríska þjóðin ejdt miljörðum dollara til menntun- ar, skólahalds og fræðslu svo að fólkið lærði betur að greina milli þess sem satt er og logið, og til þess að kenna því að nota skynsemina og beita heilbrigðri gagnrýni. Og hver var árangur- inn ? Þannig spurðu margir daginn eftir, og sá dagur var einnig merkilegur. Öldungadeildarmað- ur frá lowa barði sér á brjóst og tilkynnti, að hann ætlaði að bera fram frumvarp til laga um ritskoðun á öllu efni sem flutt væri í útvarp. En blöðin voru á einu máli um, að slíkt væri heimskulegt, og að hann væri ennþá ver haldinn af móðursýk- inni en þeir hlustendur sem hlaupið hefðu í felur fyrir mars- búunum. Þeir hlustendur sem höfðu látið gabbast urðu ævareiðir og heimtuðu lögvernd ríkisins gegn svona meðferð. En með því sýndu þeir aðeins, að þeir báni ekki traust til eigin dómgreind- ar. Öll dagblöð landsins voru á einu máli um að Orson Welles hefði leyst af hendi á frábæran hátt það hlutverk sitt að flytja hlustendum ,,hrollvekju“ af á- hrifaríkasta tagi. Dagskrár- stjórninni hefði skjátlast í dóm- um sínum um áhrif leikritsins á hlustendur, en slíkt væri af- sakanlegt þegar um nýjung væri að ræða. En einn hópur manna ætti sér enga afsökun: hlustend- urnir. Þetta útvarpsspaug var í rauninni ekkert spaug. Nærri lá að úr því yrði þjóðarógæfa, og það varpaði óþægilega skæru ijósi á nútímamanninn og vandamál hans, jafnframt því sem það sýndi á áhrifaríkan hátt hve hljóðneminn gat ver- ið hættulegt tæki til múgsefj- unar. Ágætir sálfræðingar í mörg- um löndum hafa rannsakað það fyrirbrigði sem við köllurn múg- sefjun, en þáttur útvarpsins í nútímasamfélagi er ekki nægi- lega rannsakaður til þess að áraga megi óyggjandi ályktan- ir af mætti þess til múgsefj- unar. Það er sern sé mikill munur á einstaklingnum og „múgn- um“. Sá fjöldi sem fer um fjöl- farna götu er ekki múgur í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.