Úrval - 01.10.1952, Síða 6
4
ÚRVAL
andartaks umhugsun hefði blás-
ið burt óttanum. í dagskrá út-
varpsins í blöðum hefði mátt
sjá, að á þessum tíma átti að
útvarpa leikriti byggðu á
sögu H. G. Wells: „Hildarleik-
ur himintunglanna“. Hlustend-
um var tjáð, að á tveim tímum
hefðu tvær miljónir manna flú-
ið frá New York, en allir hlutu
við nánari íhugun að sjá að slíkt
gat ekki staðizt, jafnvel þótt
brottflutningur fólksins hefði
verið vandlega undirbúinn, hvað
þá þegar árás marsbúanna kom
öllum á óvart.
Hversvegna brást skynsemi
og rökrétt hugsun jafnvel gáf-
uðustu hlustendum ? Þarna
hafði ameríska þjóðin ejdt
miljörðum dollara til menntun-
ar, skólahalds og fræðslu svo
að fólkið lærði betur að greina
milli þess sem satt er og logið,
og til þess að kenna því að nota
skynsemina og beita heilbrigðri
gagnrýni. Og hver var árangur-
inn ?
Þannig spurðu margir daginn
eftir, og sá dagur var einnig
merkilegur. Öldungadeildarmað-
ur frá lowa barði sér á brjóst
og tilkynnti, að hann ætlaði að
bera fram frumvarp til laga um
ritskoðun á öllu efni sem flutt
væri í útvarp. En blöðin voru
á einu máli um, að slíkt væri
heimskulegt, og að hann væri
ennþá ver haldinn af móðursýk-
inni en þeir hlustendur sem
hlaupið hefðu í felur fyrir mars-
búunum.
Þeir hlustendur sem höfðu
látið gabbast urðu ævareiðir og
heimtuðu lögvernd ríkisins gegn
svona meðferð. En með því
sýndu þeir aðeins, að þeir báni
ekki traust til eigin dómgreind-
ar. Öll dagblöð landsins voru
á einu máli um að Orson Welles
hefði leyst af hendi á frábæran
hátt það hlutverk sitt að flytja
hlustendum ,,hrollvekju“ af á-
hrifaríkasta tagi. Dagskrár-
stjórninni hefði skjátlast í dóm-
um sínum um áhrif leikritsins
á hlustendur, en slíkt væri af-
sakanlegt þegar um nýjung væri
að ræða. En einn hópur manna
ætti sér enga afsökun: hlustend-
urnir.
Þetta útvarpsspaug var í
rauninni ekkert spaug. Nærri lá
að úr því yrði þjóðarógæfa, og
það varpaði óþægilega skæru
ijósi á nútímamanninn og
vandamál hans, jafnframt því
sem það sýndi á áhrifaríkan
hátt hve hljóðneminn gat ver-
ið hættulegt tæki til múgsefj-
unar.
Ágætir sálfræðingar í mörg-
um löndum hafa rannsakað það
fyrirbrigði sem við köllurn múg-
sefjun, en þáttur útvarpsins í
nútímasamfélagi er ekki nægi-
lega rannsakaður til þess að
áraga megi óyggjandi ályktan-
ir af mætti þess til múgsefj-
unar.
Það er sern sé mikill munur
á einstaklingnum og „múgn-
um“. Sá fjöldi sem fer um fjöl-
farna götu er ekki múgur í