Úrval - 01.10.1952, Síða 12

Úrval - 01.10.1952, Síða 12
10 ÚRVAL Hún reis á fætur og stóð kyrr, hugsandi. I heila hennar hopp- uðu rafeindirnar frumu af frumu. Þetta var blessuð stund. Innra með sér átti hún ónotaðan forða heilbrigði og orku, sem aldrei fékk útrás. Hún fann þessa orku streyma um sig og teygði úr öllum limum eins og hún gat. Það var eins og hún væri að meta sjálfa sig innanfrá. Hún heyrði símann hringja inni í húsinu. Það var maðurinn hermar sem var nú kominn til bæjarins. Það var út af leikhús- miðum. Leikhús, hugsaði hún, hvað er það? Hlusta á skrifta- mál annarra, sjá aðra leika, þegar maður var sjálfur eins og hlaðinn rafgeymir? Hún fyrir- leit bæði manninn sinn og leik- húsið. Símahringingin var boð- un um að hann væri í bænum en ekki hér. Hún var frjáls. Hún gat sagt að hún hefði ekki heyrt hringinguna, og hann varð að trúa henni. Boðun? Gat hún ekki verið boðun urn eitthvað annað ? Hún tók skyndilega stefnu á þann hluta garðsins þar sem Edvard var að vinna. Um skýra ákvörð- un var ekki að ræða, það var bara eins og orkuforðinn hefði skyndilega fengið útrás. Hún sá hann standa álútan yfir skóflunni. Hann þrýsti henni niður í jörðina, og henni fannst hann særa moldina. Skóflan var með breiðum spaða. Hún sá aftur líkama hans, hann var lít- ið klæddur, bara í þunnum, blá- um buxum. Skyrtunni hafði hann kastað upp á grein á epla- tré. Hún blakti í golunni. Vöðv- arnir sprikluðu undir brúnu hörundinu. Nú var það hún sem virti fyr- ir sér baksvip hans. Hvað var að gerast? Af hverju hafði hún ekki getað talið mann sinn á að ráða hann ekki ? Hún hafði ekki fundið rétt orð. Eða kannski hafði hún innst inni viljað kalla yfir sig ógæf- una? Júlísólin var í hádegisstað, sumrið var í algleymingi. í garð- inum var angan og grózka. Líf- ið var í algleymingi. Þetta and- artak var utan rúms og tíma. Ef maðurinn hennar kæmi heim núna og hún segði honum að undrið mikla hefði gerzt, mundi hann ekki skilja hana. Ef hún reyndi að skýra það frekar, mundi hann hlæja á þann elsku- lega og skilningsfulla hátt sem honum var lagið. Einmitt þann eiginleika í fari hans hafði henni alltaf þótt svo vænt um, en hún fann að nú hafði hún megna óbeit á honum. Hann hafði ráðið til sín þenn- an mann af einskærum mann- kærleika. Eða var það kannski til að fá ódýrt vinnuafl, og til að sýna að hann væri ekki hræddur við hvað aðrir segðu? Lítilmótleg- ar hvatir. Og hann hafði ekki hugsað um hana, hann hafði ekki getað skilið að neitt þessu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.