Úrval - 01.10.1952, Síða 16
14
ÚRVAL
er dánartala af völdum krabba-
meins hæst, en lægst meðal
egypzkra bænda og nokkurra
afríkukynþátta þar sem lífskjör
og heilsufar er svo bágt, að fæst-
ir komast á krabbameinsaldur-
inn.
Þó að krabbameinið sé nú á
hvers manns vörum, vegna stöð-
ugs áróðurs og hvatninga til
fólks um að vera í verði gegn
því í tíma, eru sárafáir, iafn-
vel meðal menntaðs fólks, sem
geta skýrt nákvæmlega hvað
krabbamein er og hvernig það
veldur dauða. Margir halda jafn-
vel enn, að það sé kvalafullt frá
byrjun.
Við skulum athuga hvað raun-
verulega skeður, þegar krabba-
mein byrjar að vaxa. Líkaminn
(manna jafnt sem dýra) er gerð-
ur úr frumum — litlum, lifandi
efnisheildum — sem eru mis-
munandi að lögun og stærð og
gegna mismunandi hlutverkum.
Húðfrumurnar eru t. d. flatar
og sterkar, en beinfrumurnar
geta tekið kalk úr blóðinu og
gert úr því bein, frumurnar, sem
þekja innan magann, gefa frá
sér sýru og meltingarvökva,
taugafrumurnar gefa frá sér og
flytja örsmáa orkuskammta af
rafstraum.
Á vaxtarskeiðinu stækkar lík-
aminn við það að frumurnar
skipta sér og mynda nýjar sömu
tegundar, og halda því áfram
þangað til líkaminn og líffæri
hans hafa náð fullri stærð. Þeg-
ar vöxturinn hættir, stöðvast
frumuskiptingin nema að svo
miklu leyti sem þarf til endur-
nýjunar vegna slits eða meiðsla.
Sumar frumur hins fullvaxna
líkama (t. d. í hluta heilans, aug-
um og eyrum) geta ekki skipt
sér, og geta því ekki endurnýj-
ast ef þær skemmast.
Krabbamein getur byrjað í
öllum líkamsfrumum sem geta
skipt sér. Þetta er almenn regla,
en þó eru tvær merkilegar und-
antekningar: augasteinninn og
hornhimna augnanna. I þeim
eru engar æðar og í þeim mynd-
ast aldrei krabbamein. Svo kann
að fara, að þessi staðreynd, sem
nú er lítill gaumur gefinn og lit-
ið nánast á sem skrítið fyrir-
brigði, reynist mikilvæg í leit
okkar að orsök krabbameinsins.
Krabbamein byrjar með því
að fruma skiptir sér og hinar
nýju frumur einnig, án nokk-
urrar sýnilegrar ástæðu. Ekki
sjást nein merki bólgu eða roða
og engin eymsli eða sársauki,
og raunar ekkert óvenjulegt
nema örlítið ber. Á þessu stigi
má alltaf lækna krabbameinið
með því að skera burtu berið.
En ef það er ekki gert, held-
ur berið áfram að vaxa, það
dettur á það sár og kemst í það
ígerð, það tekur að þrýsta á og
hindra starfsemi einhvers þýð-
ingarmikils líffæris eða þrengja
að einhverri pípu, t. d. barkan-
um eða vélindanu. Ef ekki er
hægt að fjarlægja þessa hindr-
un með skurðaðgerð, deyr sjúk-
lingurinn af völdum hennar.