Úrval - 01.10.1952, Síða 18
16
ÚRVAL
hægt er að sía það frá og nota
það til að koma af stað nýju
æxli.
Síðan dr. Rous gerði uppgötv-
un sína hefur krabbameinsvír-
us fundizt sem vaxtarorsök í
yfir tvö hundruð tegundum af
illkynjuðum æxlum í fuglum,
froskum, í brjóstum á músum
og húð á kanínum.
í kjúklingunum virðist vírus-
ið eitt nægja til að koma æxlinu
af stað. En við rannsóknir á
vírusæxlum í músum verður
myndin ljósari. Þetta vírus
(Bittner-vírusið sem fannst
1936) finnst í blóði bæði karl-
og kvenmúsa í ,,meinlausu“
ástandi, kemur m. ö. o. ekki af
stað frumuskiptingu. En ef
músinni eru aftur og aftur gefn-
ir smáskammtar af kvenkyns-
hormóninu estrin, breytist vír-
usið, smýgur inn í frurnurnar
1 brjóstinu og örvar þær til
skiptingar og til myndunar
krabbameins.
I kvenmúsinni myndast estrin
í eggjakerfinu og krabbameinið
byrjar að myndast sjálfkrafa
um miðjan aldur. En í karlmús-
inni myndast ekki krabbamein
nema henni sé gefið estrin. Hægt
er að rækta músaafbrigði sem
eru ekki með Bittner-vírusið í
blóðinu og er þá ekki hægt að
framkalla í þeim krabbamein
hversu mikið sem þeim er gefið
af estrin.
Þarna höfum við ljóst dæmi
um mús með vírus í sér sem
hægt er að gera virkt með á-
kveðnu efni þannig að það komi
af stað myndun krabbameins.
Hvernig músin fær í sig vírusið
er löng saga og ekki fullrann-
sökuð enn, en vitað er að sýk-
ingin á sér stað mjög snemma
á ævinni og að meðgöngutím-
inn er mjög langur.
IJr kjúklingaæxlum er hægt
að sía vírusið og fá það hreint.
I músaæxlum hefur það ekki enn
verið gert, því að vírusið (eins
og margar aðrar vírustegundir)
er aðeins hægt að varðveita £
miklum kulda, auk þess sem það
er djúpt í frumunni.
Við sjáum þannig að vaxt-
arorsök margra tegunda
krabbameins í láðs- og lagar-
dýrum, fuglurn og spendýrum
er vírus. Ef sama reyndist upp
á teningnum um margar aðrar
tegundir æxla, þar á meðal æxla
í mönnum, mundi leiðin út úr
myrkviðnum liggja bein fram-
undan.
Leiðin er að opnast, því að
síðan ég sannprófaði, að flytja
má milii músa aðrar tegundir
æxla með frosnu og þurrkuðu
efni, hafa margir vísindamenn í
Evrópu og Ameríku fundið í
rafsjá agnir svipaðar Rous- og
Bittner-vírusinu í æxlum úr
mönnum og öðrum dýrum. Úr
því að vaxtarorsök mörg hundr-
uð tegunda krabbameins í dýr-
um er vírus, sem verður virkt
fyrir áhrif einhvers tiltekins
efnis, er sennilegra að allar teg-
undir krabbameins eigi sér svip-
aða vaxtarorsök heldur en að