Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 39

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 39
TENGDAFORELDRAR 37 hjá öðrum. Vopnin sem notuð eru í þessum örlögþrungnu á- tökum eru orð sem stinga eins og nálar, látbragð sem segir meira en orð. Ég trúi á mikla, fórnfúsa ást sem hina æðstu og göfugustu tilfinningu í brjósti mannsins. En jafnvel fórnfýsin tjáir þörf okkar á að vera einhvers metin af öðrum. Við getum neitað okk- ur um margt, en við eigum erfitt með að neita okkur um að sýna þá óeigingjörnu tegund ástar sem ekki krefst annars að launum fyrir hjálp, ráðlegg- ingar og fórnfýsi en einhvers þakklætis. Við getum með öðr- um orðum ekki gengið svo langt í fórnfýsi okkar að við sættum okkur við að vera einskisvirði þeim sem við finnum okkur bundin ættar- eða vináttubönd- um, jafnvel þótt við sæjum að við gerðum máli þeirra mest gagn með því móti. Svona erum við sjálfsagt öll gerð, og það verðum við að hafa hugfast þegar við gerum kröfur til þeirra sem eru okkur vanda- bundnir. Sá sem finnur að eng- inn, jafnvel ekki nánasti vanda- maður, kærir sig um hann, vill ekki einu sinni þiggja hjálp sem hann telur sig geta veitt, lendir í sálarnauð. Hann getur ekki sætt sig við slíkt. Hann reynir með öllu móti að finna skýring- ar, sem ekki er að finna hjá honum sjálfum. Honum finnst sér hafa verið sýnt mikið rang- læti og sú tilfinning blindar hann í baráttunni fyrir rétti sínum, og sú barátta er stund- um ófögur. Hinir ómerkilegustu smámunir eru túlkaðir sem ill- girni og jafnvel saklausum orð- um tekur hann sem eitruðum skeytum er beint sé að honum. Afleiðingin verður sú að mála- miðlun — eina skynsamlega lausnin í deilumáli tveggja eða fleiri aðila — verður ófram- kvæmanleg. Þó að tengdamóð- irin og ungu hjónin fullyrði hvert í sínu lagi að þau hafi „gert allt sem þau gátu til að forðast árekstra“, eru deilumál- in áður en varir komin á það stig að engin lausn er sjáanleg. Við skulum líta á eitt atriði úr harmsögu af þessu tagi: Milli tengdamóður og tengda- dóttur hefur skapast þannig á- stand að þær eru á verði hvor gagnvart annarri. Dag nokkurn þegar tengdadóttirin er að heiman kemur tengdamóðirin með nokkur glös með niðursoðn- um ávöxtum í handa fjölskyld- unni. Hún lætur þau í matbúrið. Hjá syninum, sem fyrir hvern mun vill reyna að halda frið milli móður sinnar og eigin- konu, vaknar uggur. Verður konan þakklát fyrir gjöfina eða tekur hún hana sem óþægilega vísbendingu um að hún hafi sjálf ekki soðið niður neina ávexti, að hún annist ekki heimili sitt eins vel og hún ætti að gera? Innst með sjálf- um sér finnur sonurinn að vottur af illgirni leynist að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.