Úrval - 01.10.1952, Page 45

Úrval - 01.10.1952, Page 45
SCHMIDT FADLBYSSUMAÐUR í DÝRÐINNI 43 einkennisbúningur, því íburð- armeiri og óhóflegri því betra. í Vín kej'pti hann sér tvo axla- borða sem svöruðu til majórs- tignar í þýzka hernum. í búð- inni sá hann Fourragére (heið- ursmerki herdeildar) úr silfri, sem hann fékk ágirnd á. Búð- armaðurinn spurði hvort hann hefði leyfi til að kaupa það. Schmidt kvaðst ætla að nota merkið „á sýningu". Hann keypti það og silfurbryddaðan handleggsborða með haka- krossi, sem aðeins háttsettir flokksforingjar notuðu. í ann- arri búð keypti hann húfu með silfurborðum. Þegar hann kom heim saum- aði hann fourrargére vinstra (öfugu) megin á barminn á smókingjakkanum sínum o g setti annan axlarborðann á vinstri öxlina. ,,Ég vildi eign- ast einkennisbúning öðruvísi en allir aðrir einkennisbúningar í Þýzkalandi. Þá yrði ekki hægt að saka mig um að ég stældi liðsforingjabúning.“ Schmidt spókaði sig í þorp- inu 1 einn dag í einkennisbún- ingnum til að sýna sig og fór síðan til Vínar. Á járnbrautar- stöðinni stóð hermaður með handlegginn utan um kærustuna sína. Hann sleppti takinu og heilsaði Schmidt að hermanna- sið. Þrír ofurstar og fleiri liðs- foringjar af lægri gráðu heils- uðu honum þegar þeir mættu honum á götu. Honum fór að líka lífið. Margir af vinum Schmidts lentu í vandræðum og komu til hans til að leita hjálpar. Schmidt gerði það sem hann gat. Hann útbjó sér skilríki sem á stóð að Foringinn hefði sæmt „Ingenieur Honoris Causa E. Schmidt“ heiðursmerki úr silfri. Flokksfélögum og stofn- unum var skipað í nafni For- ingjans að veita Schmidt „alla nauðsynlega hjálp og aðstoð.“ Þessi skilríki brugðust honum aldrei. Þegar hann frétti að Huber, náinn vinur móður hans, hefði verið sendur til Dachau fangabúðanna gekk hann djarf- Iega inn í skrifstofu nazista- foringjans í tíunda hverfi Vín- ar og kastaði skilríkjum sín- um á borðið fyrir framan hann. „Ég setti upp yfirlætislegan hörkusvip,“ sagði Schmidt, „og heimtaði að fá að vita hvers- vegna Huber hefði verið sendur til Daehau. Hverfisstjórinn svaraði auðmjúklega að Huber hefði verið tekin fastur fyrir „óþjóðlega“ hegðun. „Mér er kunnugt um að ákærandi Hub- ers var persónulegur f jandmað- ur hans, sem vildi komast yfir verzlun hans,“ sagði ég. „Það er ekki nema vika síðan Foringinn sagði mér að hann væri ekki samþykkur slíkum að- gerðum. Ég býst við að hitta Foringjann í Berlín á fimmtu- dag eða föstudag, og ef málinu hefur ekki verið kippt í lag þá, neyðist ég til að kæra yður fyrir honum“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.