Úrval - 01.10.1952, Side 55
ÞEGAR GRÖP TUT-ANKH-AMON FANNST
53
nánari athugun kora líka í ljós,
að á bak við svörtu líkneskj-
urnar tvær voru aðrar innsigl-
aðar dyr. Þá fórum við að
skilja hvernig í öllu lá. Þetta
var aðeins upphaf hinnar miklu
uppgötvunar. Við höfðrnn að-
eins séð forsalinn. Bak við dyrn-
ar, sem líkneskjurnar gættu,
voru önnur herbergi, ef til vill
mörg, og í einu þeirra hvíldi án
efa faraó, búinn sínu glæsta
dánarskarti.
#
Hinn 10. október, klukkan
háif sjö um morguninn, hófst
vinnan við að ryðja burt grjót-
inu, sem tröppumar höfðu verið
fjdltar með til þess að vernda
gröfina, þegar við hættum upp-
greftinum síðast.
Og nú lýstu hin sterku raf-
magnsljós okkar aftur upp stóru
kvartskistuna í grafhýsinu.
Gegnum glerplötuna, sem ég
hafði lagt yfir hana, sást hið
gullna múmíuskrín, sem orkar
æ sterkar á mann eftir því sem
maður horfir lengur á það. Það
er ekki hægt að gera sig heima-
kominn hjá skuggum hinna
gömlu guða eða misbjóða þeim
með kumpánaskap.
Eftir að hinir fögru gripir
hafa verið fluttir úr framhýs-
inu og gullnu kisturnar úr graf-
hvelfingunni, stendur nú hin
opna steinkista með múmíu-
skrín sín þar á miðju gólfi og
verndar ein leyndardóm sinn.
Það sem við þurftum að gera
fyrst, var að lyfta lokinu af
yzta skríninu, þar sem það lá
í steinkistunni. Þetta stóra,
gullna múmíuskrín, sem er sjö
fet og fjórir þumlungar á lengd,
er í mannsmynd, með höfuð-
búnaði, ásjónu og hendur úr
gulli.
Við nákvæma athugun á
skríninu kom í ljós, að silfur-
handföngin — tvö hvorum meg-
in — voru enn nægilega sterk til
að þola þunga loksins. Lokið
var fest við sjálft skrínið með
tíu silfurtöppum — fjórum
hvorum megin, einum við höfuð-
gaflinn og einum við fótagafl-
inn — en tapparnir voru festir
með silfurnöglum með gull-
hausum. Gátum við nú náð
nöglunum án þess að eyði-
leggja skrínið ? Þar sem skrínið
fyliti nærri út í kistuna, var
það ekkert áhlaupaverk að
draga þá út. Þó tókst þetta með
lagni og varkárni, að undan-
skildum naglanum við höfða-
gaflinn; hann gátum við aðeins
dregið út til hálfs vegna
þrengsla. Það varð því að
sverfa hann í sundur, áður en
hægt var að ná hinum hlutanum.
Það var áhrifamikið augna-
blik þegar lokið lyftist og
annað stórt múmíuskrín í
mannsmynd kom í ljós. Það var
hulið þunnu, fínofnu línklæði,
sem var orðið dökkt á litinn og
mjög skemmt. Ofan á klæðinu
lágu blómsveigar, fléttaðir úr
olíu- og pílviðarblöðum og bik-
arablöðum af hinum bláu lótus-
og kornblómum, en svipaður