Úrval - 01.10.1952, Page 57

Úrval - 01.10.1952, Page 57
ÞEGAR GRÖF TUT-ANKH-AMON FANNST 55 magni gulls hafði verið varið til smíðinnar. Hvílík firnaauðæfi hafa verið grafin með þessum fornu faró- um! Hvílíkir fjársjóðir hafa forðum leynzt í þessum dal! Af þeim 27 konungum, sem grafn- ir voru hér, hefur Tut-ankh- Amon sennilega verið sá ómerkilegasti. Hve mikil hlýtur freistingin að hafa verið fyrir hina djörfu grafarræningja þeirra tíma! Grafarránin, sem skýrt er frá að framin hafi verið á stjómartímum Ramses IX, verða vel skiljanleg, þegar maður virðir fyrir sér gullskrín Tut-ankh-Amons. Það hlýtur að hafa táknað geysilegan auð í augum steinhöggvara, smiða, vatnsbera og bænda þeirra tíma, en þeir voru einkum flæktir í grafarránin. Þessi rán voru framin á síðustu ríkis- stjórnarárum Ramsesættarinn- ar (1200—1000 f. Kr.) og er þeirra getið í dómsskjölum, sem fundust í byrjun 19. aldar. Ef til vill hafa þjófamir, sem gerðu hina misheppnuðu til- raun til að ræna gröf Tut-ankh- Amons, vitað um gullið, sem huldi hinn unga faraó innst í himun mörgu kistum. Þegar við vorum að losa lokið á gullskríninu, urðum við að eyðileggja gullnaglana, sem það var fest með. Síðan var lokinu lyft af og konungsmúm- ían blasti við augum okkar. Þeim tilfinningum, sem gegn- taka mann á slíku augnabliki verður ekki lýst með orðum. Meira en þrjú þúsund ár eru liðin síðan mannleg augu störðu síðast niður í þetta gullna skrín. En það er engin þörf að dvelja við slíkar til- finningar, sem byggjast á lotn- ing-u og mannlegri samúð. Til- finningasemi á ekki heima í fornleifafræðinni. Hér litum við loks jarðneskar leifar hins unga faraós, sem til þessa hafði ekki verið annað í hugum okkar en nafnið tómt. Við okkur blasti vel og vand- lega saumuð múmía, sem fyllti alveg út í gullskrínið. Hún hafði verið roðin miklu smyrsli, sem hafði storknað með tím- anum og orðið svart. Höfuð hennar var hulið grímu eða eftirmynd konungsins úr skyggðu gulli, og stakk hún mjög í stúf við hin óhugnan- legu áhrif, sem smyrslið hafði á okkur. Gríman er úr slegnu gulli, og andlitssvipurinn, sem er dapurlegur en þó stillilegur, sýnir hinn unga mann, sem varð dauðanum að bráð fyrir aldur fram. Því lengur sem maður virðir fyrir sér grafarskraut faró- anna, þeim mun betur skilst manni hvílíka feiknaumhyggju þessi forna þjóð auðsýndi hin- um látnu konungum sínum, hvílíkum óhemjuauð hún eyddi í greftrun þeirra. Hindrun eftir hindrun var reist til þess að vernda jarðneskar leifar þeirra fyrir rángjörnum höndum. Að-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.