Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 60
58
ÚRVAL
150—250° á C. eða svipað og
steinolíu. Samkvæmt hinni
brezku frásögn nægja tveir til
þrír dropar af þessum vökva
á hörund manns til þess að
drepa hann á hálftíma; einn
dropi í augað eða örlítið af
gufu frá honum í lungun drep-
ur mann á fáeinum mínútum.
Vökvinn smýgur í gegnum
venjuleg föt. Og hann drepur
án þess að gera nokkurt boð
á undan sér, því að hann særir
ekki hold eða hörund og ekkert
skilningarvitanna getur greint
hann.
Eituráhrifin eru í því fólgin
að hann gerir að engu áhrif
enzýms í líkamanum, sem nefn-
ist cholinesterase. Þetta enzým
hjálpar til að breyta taugaork-
unni á efnafræðilegan hátt í
vöðvaorku, og byggist öll
vöðvastarfsemi á áhrifum þess.
Afleiðing gassins verður því al-
ger lömun, bæði hinna sjálf-
ráðu og ósjálfráðu vöðva. Ein-
kennin eru mikið munnvatns-
rennsli, hægur hjartsláttur,
samdráttur sjáaldursins, höfuð-
verkur, ógleði, niðurgangur,
uppköst og magnleysi. Öndunar-
vöðvarnir veikjast eða lamast;
dauðinn kemur við köfnun.
I skýrslunni segir að helztu
hjálparmeðulin gegn eituráhrif-
um taugagass séu lífgunarað-
gerðir og stórir, endurteknir
skammtar af atropine (bella-
donna).
■—- Scientific American.
Ýmisiegt um flugmál.
Stóru, alþjóðlegu flugfélögin
fluttu árið sem leið 30.000.000
farþega. Er þó talið að hér sé
aðeins um að ræða örlítið brot
af þeim fjölda sem í framtíð-
inni muni ferðast með flugvél-
um.
Árið sem leið fóru 340.000
farþegar með flugvélum yfir
Norðuratlantshafið. í ágúst
voru tiltæk 8000 sæti fyrir
skemmtiferðamenn eingöngu
fram og aftur yfir hafið.
Bretar eru brautryðjendur í
byggingu þrýstiloftsknúinna
farþegaflugvéla. Fyrsta áætlun-
arflug með þrýstiloftsvél byrj-
aði á þessu ári milli London og
Johannesborgar í Suðurafríku.
Vegalengdin er 10.760 km og
flugtíminn 18 stundir og 40
mínútur. Árið 1954 ráðgerir
flugfélagið BOAC áætlunarflug
yfir Atlantshafið. Það er álit
sérfræðinga, að innan fárra ára
muni þrýstiloftsfarþegaflugvél-
ar, sem fljúga með 960 km.
hraða, ferðast milli fjarlægustu
staða á jörðinni á einum sólar-
hring.
Fargjald með flugvélum fer
lækkandi. Skipting í farrými er
byrjuð. Þeir sem ekki kæra sig
um vínveitingar og gjafir geta
ferðast á ódýrara farrými. Far-
gjöld fyrir skemmtiferðafólk
voru lækkuð á síðastliðnu
sumri. Með túristaflugvélum
mátti komast milli New York
og London fyrir 4320 kr. í stað
6345 kr. Farmiði fram og aftur