Úrval - 01.10.1952, Page 63

Úrval - 01.10.1952, Page 63
FYRSTI SKÓLADAGURINN. 61 fætinum og skoðaði rispurnar eftir skærin á nýju skósólunum sínum. Þeir munu skýra fyrir þér efnisheiminn, hugsaði ég, fræða þig um smæstu eindir hans, atómin, og stærstu heildir hans, himintunglin. En hver mun hjálpa þér til að skilja sjálfa þig? Hver mun kenna þér að kortleggja þínar eigin tilfinningar ? Hver mun bjóða þér leiðsögn um hið villu- gjarna völundarhús mannsand- ans ? Enginn, enginn ... Reyndu að tileinka þér þekk- ingu þeirra, sagði ég í huganum við Sherry, en gerðu þér ekki alltof miklar áhyggjur út af því þó þér takist það ekki. Þú munt hvort eð er gleyma mestu af því aftur fyrr eða síðar. Það sem máli skiptir muntu ekki læra af neinni skólatöflu. Því get ég lofað þér. Hópur ærslafullra drengja hljóp framhjá. Þarna fara hinir raunverulegu kennarar þínir, Sheriy, sagði ég við hana þegj- andi. Athugaðu þá vel, þessa jafnaldra þína og samtíðar- menn. Þeir munu kenna þér margt sem ekki finnst í neinum skólabókum. Sumt óskemmti- legt... Ef til vill þarftu að læra það allt áður en þér lærist líka að skilja að margt af því er ekki þess virði að það sé iðkað. Ég veit ekki. Eg er faðir þinn, og þú heldur að ég viti allt, en þér skjátlast. 1 rauninni veit ég það eitt, að ég veit ekki mikið — og þegar sá dagur kemur að þú uppgötvar hið sama um sjálfa þig — þá er fyrsti áfangi þinn á námsbraut- inni á enda. Hinir lífsglöðu æringjar hlupu æpandi upp þrepin. Eftir fimm mínútur, hugsaði ég, verðurðu ekki leng- ur aðeins þú sjálf. Þú verður líka ein af þeim. Ef til vill verður það stærsta skref þitt í lífinu. Ég vona það verði í rétta átt. Ég leit til skólans hátt uppi á hæðinni og horfði á dymar sem litlu peðin streymdu inn um, og að mér settist sár efi, efi um það hve hyggilegt það væri að hella öllu þessu unga lífi í svona mót, hve gott, hve vel meint sem það er. Að steypast í sama móti og aðrir, að búa við strangan aga, að vera alinn upp í þeirri ósk að vera ekki frábmgðinn, held- ur sem allra líkastur öllum öðrum — er það raunverulega rétta leiðin til að þroska sjálf- stæði, frumleik, forustuhæfi- leika? Ég leit aftur á barnið við hlið mér. Ef til vill skiptir það ekki máli, hugsaði ég, ef til vill hefur frækomi persónuleikans þegar verið sáð og ekkert getur fram- ar haft áhrif á það hvemig hann þroskast. Þetta er eitt af því marga sem ég veit ekki. En hvað sem öllu þessu líður, sagði ég við sjálfan mig, þá er stundin nú mnnin upp. Opnaðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.