Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 63
FYRSTI SKÓLADAGURINN.
61
fætinum og skoðaði rispurnar
eftir skærin á nýju skósólunum
sínum.
Þeir munu skýra fyrir þér
efnisheiminn, hugsaði ég, fræða
þig um smæstu eindir hans,
atómin, og stærstu heildir hans,
himintunglin.
En hver mun hjálpa þér til að
skilja sjálfa þig? Hver mun
kenna þér að kortleggja þínar
eigin tilfinningar ? Hver mun
bjóða þér leiðsögn um hið villu-
gjarna völundarhús mannsand-
ans ? Enginn, enginn ...
Reyndu að tileinka þér þekk-
ingu þeirra, sagði ég í huganum
við Sherry, en gerðu þér ekki
alltof miklar áhyggjur út af
því þó þér takist það ekki. Þú
munt hvort eð er gleyma mestu
af því aftur fyrr eða síðar. Það
sem máli skiptir muntu ekki
læra af neinni skólatöflu. Því
get ég lofað þér.
Hópur ærslafullra drengja
hljóp framhjá. Þarna fara hinir
raunverulegu kennarar þínir,
Sheriy, sagði ég við hana þegj-
andi. Athugaðu þá vel, þessa
jafnaldra þína og samtíðar-
menn. Þeir munu kenna þér
margt sem ekki finnst í neinum
skólabókum. Sumt óskemmti-
legt...
Ef til vill þarftu að læra það
allt áður en þér lærist líka að
skilja að margt af því er ekki
þess virði að það sé iðkað.
Ég veit ekki. Eg er faðir
þinn, og þú heldur að ég viti
allt, en þér skjátlast. 1 rauninni
veit ég það eitt, að ég veit ekki
mikið — og þegar sá dagur
kemur að þú uppgötvar hið
sama um sjálfa þig — þá er
fyrsti áfangi þinn á námsbraut-
inni á enda. Hinir lífsglöðu
æringjar hlupu æpandi upp
þrepin. Eftir fimm mínútur,
hugsaði ég, verðurðu ekki leng-
ur aðeins þú sjálf. Þú verður
líka ein af þeim. Ef til vill
verður það stærsta skref þitt
í lífinu. Ég vona það verði í
rétta átt.
Ég leit til skólans hátt uppi
á hæðinni og horfði á dymar
sem litlu peðin streymdu inn
um, og að mér settist sár efi,
efi um það hve hyggilegt það
væri að hella öllu þessu unga
lífi í svona mót, hve gott, hve
vel meint sem það er.
Að steypast í sama móti og
aðrir, að búa við strangan aga,
að vera alinn upp í þeirri ósk
að vera ekki frábmgðinn, held-
ur sem allra líkastur öllum
öðrum — er það raunverulega
rétta leiðin til að þroska sjálf-
stæði, frumleik, forustuhæfi-
leika?
Ég leit aftur á barnið við hlið
mér. Ef til vill skiptir það ekki
máli, hugsaði ég, ef til vill hefur
frækomi persónuleikans þegar
verið sáð og ekkert getur fram-
ar haft áhrif á það hvemig
hann þroskast. Þetta er eitt af
því marga sem ég veit ekki.
En hvað sem öllu þessu líður,
sagði ég við sjálfan mig, þá er
stundin nú mnnin upp. Opnaðu