Úrval - 01.10.1952, Page 66
84
ÚRVAL
og rífa út úr. Ef til vill verður
sá sem fyrr kom að hrekjast
burtu, en sigurvegarinn verður
daglega að heyja orustu til
varnar nýfengnum rétti sínum.
Allt er þetta þó aðeins forleikur
að hinu eiginlega sjónarspili.
Það byrjar þegar fyrsta kæpan
skýtur gljásléttum kollinum upp
úr hvítfissandi öldufaldinum
úti fyrir.
„Þarna eru stelpurnar, þarna
eru stelpurnar!“ hrópa briml-
arnir og í einni svipan er eins
og straumur fari um alla biðl-
ana. Selmeyjarnar synda hæ-
versklega upp að ströndinni,
leika sér ástleitnar í brimlöðr-
inu og synda frá landi aftur til
að stríða hinum óþolinmóðu
biðlmn sem reigja sig og rigsa
um á blettunum sem þeir hafa
helgað sér með harðri baráttu.
Þegar meyjarnar hafa loks
ákveðið að taka land byrjar at-
gangurinn. Hver brimill flýtir
sér til þeirrar næstu og reynir
að lokka hana upp á blettinn
til sín. Hann hrindir og stjakar
og hrekur burtu aðra biðla, og
loks tekst honum að reka eða
lokka hana upp á blettinn sinn.
En þó að svo vel takizt
hefur hann lítinn tíma til að
sýna henni ástarhót því að
fleiri selmeyjar eru sífellt að
koma á land. Brimillinn er
meira fyrir magn en gæði. Hann
virðist aldrei fá nóg. 1 meyjar-
skemmu hans eru frá fimm og
allt upp í sextíu kæpur og þær
íá honum vissulega ærið að
starfa. I hvert skipti sem hann
skýzt nyður að fjöruborðinu
eftir nýrri ástmey reynir ein-
hver nágranninn að stela frá
honum úr skemmunni. Ef til vill
hefur einhver konan hans látið
heillast af fallega hrokknum
kampi eða djúpri bassarödd
einhvers brimils á næstu grös-
um. Hún gefur honum þá merki
og tekur undir sig stökk meðan
bóndinn snýr við henni bakinu.
Hún eignast kannski nýtt heim-
ili. Algengara er þó að hún sé
rekin hranalega heim aftur og
sagt að reyna þetta ekki aftur.
Atganginum lýkur þegar all-
ar kæpurnar eru komnar á
land. Þá breytist ströndin í fæð-
ingardeild. Næstum hver ein-
asta kæpa elur lítinn, æpandi
kóp áður en vika er liðin frá
því að hún kom á land. Enda
er leikurinn til þess gerður.
Brimlarnir halda í sjálfbirg-
ingsskap sínum að það séu
kyntöfrar þeirra sem seyði þær
á land. En þar skjátlast þeim.
Það er móðurhvötin. Kæpan
vill að barnið hennar fæðist á
sömu slóðum og hún sá fyrst
dagsins ljós sjálf. Hún er líka
góð móðir. Hitler mundi hafa
sæmt hana járnkrossinum.
„Einn á ári“ er kjörorð hennar
og hún gerir samvizkusamlega
skyldu sína á hverju vori.
En brimillinn á ekki sjö dag-
ana sæla. Allt sumarið neytir
hann hvorki svefns né matar.
Milli þess sem hann veitir ein-
hverri kommni sinni ást sína á