Úrval - 01.10.1952, Page 71
NÆSTU MILJÓN ÁRIN
69
uðu þörunga, sag og annað
svipað sælgæti er lítil von til
þess að unnt yrði að halda líf-
inu í öllum þeim fjölda. Og þó
eru 2000 ár ekki langur tími
á miljónáramælikvarðann. Jafn-
vel þó að þetta sé ofmat á
fjölgun mannkynsins breytir
það litlu. Ef við gerum ráð fyrir
að tvöföldun mannkynsins taki
1000 ár í stað 100, verður f jölg-
un þess samt orðin miljónaföld
eftir 20.000 ár. Það má telja
óyggjandi að mannkyninu
fjölgi, að matvælaframleiðslan
geti ekki fylgt henni eftir og að
hluti af mannkyninu verði stöð-
ugt að týna lífinu af völdum
hungursneyða, sjúkdóma eða
annarra náttúruafla.
Darwin telur mjög ósennilegt
að mannkynið geti nokkurntíma
skapað jafnvægi í fjölgun sinni
af frjálsum vilja. Hann sér eng-
ar líkur á því að nógu margir
einstaklingar muni takmarka
við sig barneignir af umhyggju
fyrir barnabarnabarnabörnum
sínum til þess að það ráði úr-
slitum. Það eru aðeins ósjálfráð-
ar og stöðugar breytingar sem
að gagni geta orðið í lengd. Með
stöðugleika í þessu sambandi
er átt við það þegar aflfræði-
legt kerfi „fer örlítið upp fyrir
meðallag og sú aukning leysir
úr læðingi afl sem togar kerfið
niður í meðallag aftur, eða fari
það niður fyrir meðallag, leysist
úr læðingi afl sem lyftir því
aftur upp í meðallag". Fríviljug
takmörkun fólksfjölgunar er í
þessum skilningi mjög óstöðug
framvinda. Ekki er heldur við
að búast að þjóðimar fái meiru
áorkað en einstaklingarnir með
frjálsum hömlum. Til þess að
takmörkun barneigna gæti orð-
ið að gagni yrði hún að byggj-
ast á skynsamlegri stefnu sem
allar þjóðir aðhyllast. Svo litl-
ar líkur eru á slíku alþjóðasam-
komulagi, að ekki þarf að eyða
að þeim orðum. Þó að meiri-
hluti mannkynsins kynni að
fallast á slíkar takmarkanir
,,af skynsemisástæðum“, er
eins víst að hópar ofstækis-
fullra manna myndu berjast
hatramlega á móti þeim af
trúarlegum ástæðum. Og þeir
myndu með baráttu sinni gera
áætlanir um takmörkun barn-
eigna að engu.
Við okkur blasa þá býsna
einfaldar og ef til vill augljós-
ar niðurstöður, sem afi höfund-
arins gerði sér ljósa grein fyrir.
Mennirnir þurfa mat til að lifa;
þeir verða að heyja harða sam-
keppni til að afla hans. Meðal
þeirra eru hópar, búnir eigin-
leikum sem líklegt er að reyn-
ist þeim hagkvæmir í þessari
samkeppni. Þessir hópar munu
ráða framtíðargangi sögunnar;
afkomendur þeirra munu byggja
jörðina eftir miljón ár. Þess
þarf naumast að geta, að ekki
er víst að þeir eiginleikar, sem
til þess eru kjörnir að færa sig-
ur í lengd, séu þeir sem við
höldum nú í heiðri og reynum
að varðveita.