Úrval - 01.10.1952, Síða 71

Úrval - 01.10.1952, Síða 71
NÆSTU MILJÓN ÁRIN 69 uðu þörunga, sag og annað svipað sælgæti er lítil von til þess að unnt yrði að halda líf- inu í öllum þeim fjölda. Og þó eru 2000 ár ekki langur tími á miljónáramælikvarðann. Jafn- vel þó að þetta sé ofmat á fjölgun mannkynsins breytir það litlu. Ef við gerum ráð fyrir að tvöföldun mannkynsins taki 1000 ár í stað 100, verður f jölg- un þess samt orðin miljónaföld eftir 20.000 ár. Það má telja óyggjandi að mannkyninu fjölgi, að matvælaframleiðslan geti ekki fylgt henni eftir og að hluti af mannkyninu verði stöð- ugt að týna lífinu af völdum hungursneyða, sjúkdóma eða annarra náttúruafla. Darwin telur mjög ósennilegt að mannkynið geti nokkurntíma skapað jafnvægi í fjölgun sinni af frjálsum vilja. Hann sér eng- ar líkur á því að nógu margir einstaklingar muni takmarka við sig barneignir af umhyggju fyrir barnabarnabarnabörnum sínum til þess að það ráði úr- slitum. Það eru aðeins ósjálfráð- ar og stöðugar breytingar sem að gagni geta orðið í lengd. Með stöðugleika í þessu sambandi er átt við það þegar aflfræði- legt kerfi „fer örlítið upp fyrir meðallag og sú aukning leysir úr læðingi afl sem togar kerfið niður í meðallag aftur, eða fari það niður fyrir meðallag, leysist úr læðingi afl sem lyftir því aftur upp í meðallag". Fríviljug takmörkun fólksfjölgunar er í þessum skilningi mjög óstöðug framvinda. Ekki er heldur við að búast að þjóðimar fái meiru áorkað en einstaklingarnir með frjálsum hömlum. Til þess að takmörkun barneigna gæti orð- ið að gagni yrði hún að byggj- ast á skynsamlegri stefnu sem allar þjóðir aðhyllast. Svo litl- ar líkur eru á slíku alþjóðasam- komulagi, að ekki þarf að eyða að þeim orðum. Þó að meiri- hluti mannkynsins kynni að fallast á slíkar takmarkanir ,,af skynsemisástæðum“, er eins víst að hópar ofstækis- fullra manna myndu berjast hatramlega á móti þeim af trúarlegum ástæðum. Og þeir myndu með baráttu sinni gera áætlanir um takmörkun barn- eigna að engu. Við okkur blasa þá býsna einfaldar og ef til vill augljós- ar niðurstöður, sem afi höfund- arins gerði sér ljósa grein fyrir. Mennirnir þurfa mat til að lifa; þeir verða að heyja harða sam- keppni til að afla hans. Meðal þeirra eru hópar, búnir eigin- leikum sem líklegt er að reyn- ist þeim hagkvæmir í þessari samkeppni. Þessir hópar munu ráða framtíðargangi sögunnar; afkomendur þeirra munu byggja jörðina eftir miljón ár. Þess þarf naumast að geta, að ekki er víst að þeir eiginleikar, sem til þess eru kjörnir að færa sig- ur í lengd, séu þeir sem við höldum nú í heiðri og reynum að varðveita.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.