Úrval - 01.10.1952, Page 73

Úrval - 01.10.1952, Page 73
NÆSTU MIUÓN ÁR.IN 71 yrðu, væri nauðsynlegt að end- urskoða ýmsa þá spádóma sem þegar hefur verið getið — eink- um varðandi fólksfjölgunina. „Það er einkum sú trú mín“, segir Darwin, ,,að ekki sé að vænta neinnar gagngerar breyt- ingar á manneðlinu, sem gaf mér kjark til að skrifa þessa bók“. Hann styður þessa trú sína sterkum rökum. í fyrsta lagi velur hann þessi miljón ár með ákveðnar jarðfræðilegar og líf- fræðilegar staðreyndir í huga. Óumflýjanleg ályktun af þeim staðreyndum er, að sköpun nýrrar tegundar taki miljón ár. Svo virðist sem litlu máli skipti hve margar kynslóðir fæðast á því tímabili; sumar tegundir breytast örar, sumar hægar en aðrar; en „í stórum dráttum" á þessi regla við um þær teg- undir sem við þekkjum — rott- ur, skordýr, vísunda, menn o. s. frv. Við verðum því að sætta okkur við manninn eins og hann er miljón ár enn. Við gerum því ráð fyrir að ekki komi fram nein ný tegund af Homo sapiens. En er það á okkar valdi að bæta það kyn sem nú lifir á sama hátt og við höfum kynbætt nautgripi og maís? Erfðafræðin hvetur ekki til bjartsýni í þeim efnum. Þeir eiginleikar sem við teljum fé- lagslega góða — umburðarlyndi, samvinnuþýðleiki, heilbrigð skynsemi — eru „áunnir eigin- leikar“ og erfast ekki. Þeim er miðlað frá kynslóð til kynslóðar með borðorðum og fordæmi, en flytjast ekki með erf ðastofnum frumanna; að minnsta kosti er það samhljóða álit fræðimanna. Það er með kynbótum hægt að fá fram góð- ar mjólkurkýr og hveitijurt sem er ónæm fyrir ryðsvepp. Það kann að vera hægt að fá fram rauðhærða menn, menn með arnarnef eða góða stangar- stökkvara með kynbótum. En við vitum engin ráð til að gera erfanlega eiginleika eins og t. d. góðvild og heilbrigða efagirni. Raunar er heldur ekki víst að þeir eiginleikar myndu bæta að- stöðu mannanna í lífsbarátt- unni. Hægt er að valda breyt- ingu á kynfrumunum með rönt- gengeislum sem framkalla stökkbreytingar. Furðulegar breytingar hafa fengizt þannig með tilraunum á bananaflug- unni (Drosophila). En við renn- um alveg blint í sjóinn með ár- angurinn af slíkum tilraunum,. og oftast er hann neikvæður. Að fitla við hina örsmáu litn- inga og erfðastofna kynfrum- anna er sama og að ætla sér að gera við lítið úr með því að lemja því í gólfið; það er ekki líklegt að aðferðin gefi þann árangur sem óskað er eftir. Framtíðin er þannig næsta eyðileg. Eftir miljón ár mun jörðin verða fátækari, tötra- legri og þéttbýlli en nú. Mat- vælaskortur, styrjaldir og aðr- ar hörmungar hafa haldið fólks-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.