Úrval - 01.10.1952, Síða 74
'72
ÚRVAL
fjölguninni niðri svo að hún
verður naumast meira en þre-
föld eða ef til vill fimmföld á
við það sem hún er nú. Maður-
inn verður ekki mikið breytt-
ur frá því sem hann er nú.
Líkamleg einkenni hans munu
auðvitað breytast nokkuð, en
„ekki verulega, því að það eru
ekki fyrst og fremst þau sem
ráða úrslitum í lífsbaráttunni“.
Við getum sagt með vissu að
mennirnir muni verða „skyn-
samari“, því að greind er ráð-
andi þáttur í vali náttúrunnar.
Með því að Darwin aðhyllist
ekki þær skoðanir Sókratesar að
illmennska sé aðeins ávöxtur
fáfræði, telur hann óvíst að
„siðferðisvitund“ mannsins
þroskist með vaxandi greind.
Auk þess er „hinn syndugi að
mörgu leyti betur settur en sá
frómi“ 1 heimi harðrar sam-
keppni.
Vísindin munu halda áfram
að þróast. Forvitni mannsins
mun knýja hann til að leita
þekkingar, þekkingarinnar
vegna. Sumir munu byggja vél-
ar og finna upp marga hagnýta
hluti. Darwin lætur sér detta í
hug að fundið verði upp lyf
sem geri menn ánægða með til-
veruna (mjög gagnlegt fyrir
einræðisherra), og annað sem
„eyði kynhvötinni“ þannig að
skapa megi stétt í þjóðfélaginu
sem verði eins og „vinnudýr í
býflugnabúi“. En ekkert af
þessum undrum er líklegt til að
auka mannlega hamingju. Ham-
ingja, segir Darwin er ekki
fólgin í ástandi, heldur breyt-
ingu á ástandi; tilhugsunin um
eilífa sælu er svo ógeðfeld, að
menn kynnu frekar að kjósa sér
ævarandi kvöl, ef þeir mættu
velja. Sem betur fer verður
maðurinn ekki neyddur til að
velja um þá tvo kosti. I mann-
lífinu munu halda áfram að
skiptast á sk^m og skúrir,
gleði og sársauki.
Nœstu miljón árin er læsileg
og heiðarleg bók, full af örv-
andi hugmyndum. Höfundur-
inn skrifar af þekkingu um
marga hluti, alltaf hógvær og
skemmtilegur. Skýringar hans
eru ljósar, svo ljósar að auð-
velt er að vita hvenær mað-
ur er honum ósammála og
hversvegna. Það er forsjálni að
hafna þeirri skoðun að maður-
inn geti orðið fullkominn, en á
hinn bóginn er það kannski ekki
ofmikil bjartsýni að vona að
hann geti bætt sig áður en hann
hverfur af jörðinni. Erfðalög-
mál Mendels keyrir hann ekki
eftir gróp óumflýjanlegra for-
laga. En erfðavísindin eru held-
ur ekki óumbreytanleg. Það er
ekki hægt að temja manninn
eins og húsdýr, segir Darwin,
hann er villidýr. 1 hinu villta
eðli hans býr vísirinn að tortím-
ingu hans, en einnig að dýrð
hans.