Úrval - 01.10.1952, Síða 76
74
TJRVAL
ar andstæður, ofsafengið líf og
lirottalegan dauða. Hrollvekjan
er barn stórborganna, getið í
grimmilegum faðmlögum ör-
væntingar og kæruleysis. Hún
er sigur eyöileikans í heimi
kvikmyndanna.
Hrollvekjan lifir eingöngu á
mætti sínum til að æsa; aldrei
má hún gefa tóm til umhugsun-
ar, slíkt væri dauðasynd. Á-
horfandinn fær aldrei andar-
taks hvíld, annars gæti hann
fundið upp á að fara að hugsa.
Ósennileikanum, fjarstæðunni
getur hann því aðeins kingt að
liann fái ekki tóm til að bragða
á því sem hann kingir. Þess-
vegna grípur hrollvekjan sífellt
til lostverkana, straumrofs-
áhrifa. Hvert atriði verður að
keyra áfram hið næsta á eftir
svo að atburðarásin magnist í æ
villtari stígandi og ræni áhorf-
andann að lokum allri fótfestu.
Hrollvekjan reynir aldrei að
draga áhorfandann á tálar, hún
beitir hann ofbeldi, nauðgun.
Ekki hvað sízt í ljósi þessa
verða hinar sálfræðilegu skýr-
ingar, sem oft er beitt til að
blekkja áhorfandann, hreinasta
afskræmi. Því að það er ein-
mitt sálfræðin sem hrollvekjan
vill forðast. Hún vill sízt af öllu
varpa ljósi skilnings á menn og
málefni; hún vill dáleiða og
deyfa. Þessvegna er aðeins beitt
þeim brögðum sem hafa um-
svifalaust áhrif, hitta í mark.
Það verður að gera taugaveikl-
unina vinsæla, að góðri verzl-
unarvöru. Sú fáfræði og kald-
hyggja sem birtist í þessum svo-
kölluðu sálfræðilegu hrollvekj-
um er í sannleika stórkostleg.
Auðvitað verður brjálsemin
sérstaklega vinsælt fyrirbrigði.
Með hjálp hennar bjarga menn
sér úr hinum fjarstæðufyllstu
atburðaflækjum. Auk þess
er varpað einhverju mannúðar-
yfirskyni á hrottaskapinn:
Hinn djöfullegi morðingi var
þá þegar allt kom til alls ekki
annað en sálsjúkur vesalingur,
sem þjóðfélagið tekur nú upp á
arma sína. Og áhorfandinn
varpar öndinni léttar um leið og
hann rís úr sæti sínu!
1 eðli sínu er hrollvekjan
ómannúðieg, f jandsamleg mann-
inum. Hún dýrkar ofbeldið, ger-
ir mannaveiðar að fagnaðarboð-
skap sínum. í þeirri dýrkun
sýnir hún næstum ofstækis-
fulla athafnasemi, en sá lífs^
þróttur er aðeins yfirbragð. I
raun og veru er hann ekki ann-
að en fölsuð dauðahræðsla.
Dauðaskelfing fórnardýrsins
eggjar með undarlegu móti til-
finningar áhorfandans þannig
að honum finnst hann skynja
lífið ákafari, heitari skynjim.
Því meira sem fórnardýrið er
kvalið, því ánægðari iðar áhorf-
andinn í sætinu. í ævintýra-
myndunum eru brögðin sem
beitt er barnalegri: þar eru indí-
ánarnir og sjóræningjamir
brytjaðir niður í ópersónulega
valkesti. Þau bera þrátt fyrir
allt svip af lygisögu, einskonar