Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 78
Áfangi á framfarabraut
vísindanna:
Fyrsta svæfing við sknrðlækningu.
Úr „Science Digest“.
EF VIÐ ímynduðum okkur,“
sagði franski skurðlæknir-
inn Deatigues, „að við svifum
í eilífðargeimi yfir hyldýpisgjá
þaðan sem bærist til eyrna
okkar hljóðin frá jörðinni á
hringferð sinni, myndum við
ekkert heyra nema samfellt
kvalaóp hins þjáða mannkyns,
eins og kæmi það frá einum
munni.“
Þegar hinn franski skurð-
læknir mælti þessi orð var svæf-
ing skurðsjúklinga enn óþekkt,
enda munu kvalaóp þeirra hafa
verið tilefni orðanna. Margir
hafa orðið til að þakka sér upp-
finninguna sem stillti þessi óp,
en ef þakka ber þeim sem fyrst-
ur framkvæmdi svæfingu í við-
urvist lækna, þá ber ameríska
tannlækninum William Thomas
Green Morton þær þakkir.
William Morton fæddist í
Chalton í Massachusetts 9. ág-
úst 1819. Faðir hans var bóndi
og kaupmaður. Strax í bernsku
vaknaði hjá honum löngun til
að verða læknir, og sú löngun
magnaðist þann tíma sem hann
stundaði nám í Oxford Aca-
demy og bjó á heimili héraðs-
læknis þar. En þegar til kom
leyfðu efnin ekki að hann færi
í læknaskóla. Hann ákvað þá að
gerast tannlæknir fyrst og lesa
síðan læknisfræði þegar hann
hefði aflað sér nægilegs fjár.
Hann brautskráðist úr tann-
læknaskóla Baltimore College
árið 1842, kvæntist árið eftir og
hóf tannlækningar í Boston
1844.
Morton sannfærðist brátt um
að hann mundi geta orðið auð-
ugur maður ef honum tækist að
gera tannlækningar sársauka-
minni. Frásagnir af deyfandi
áhrifum lyftisildis (hláturgass)
og eters urðu til þess að hann
útbjó gér tæki og gerði tilraun-
ir á skordýrum og stærri dýr-
um, og loks á manni, Eben
Frost að nafni, sem kaus held-
ur að tefla á hættuna en að þola
sársaukann af tanntöku.
Þessi tilraun tókst svo vel, að
Morton fékk kjark til þess að
fara fram á að honum yrði leyft
að svæfa skurðsjúkling með et-
er. Dr. Hohn Collins Warren,
prófessor við læknadeild Har-
vardháskóla, féllst á að lofa
honum að gera tilraunina — og
hin sögulega skurðaðgerð, sem
lýst verður hér á eftir, fór fram