Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 80
78
ÚRVAL
ast og streymir útöndunarloft-
ið þar út. Sjúklingurinn fær
þannig alltaf nýtt, etermettað
loft við hverja innöndun.
Þegar framkvæma á skurðað-
gerð ætti að láta sjúklinginn
anda að sér eterloftinu í þrjár
mínútur án þess að tala við
hann. Ef æðasláttur er þá orð-
inn örari og slaknað hefur á
vöðvum svo að höfuðið er far-
ið að hneigjast til annarrar
hliðarinnar, þá ætti að skipa
sjúklingnum hárri, skýrri röddu
að opna augun; og ef hann opn-
ar þau ekki skal byrja á skurð-
aðgerðinni strax.
Ef hann opnar augun, þótt
með erfiðismunum sé, á að
segja honum að loka þeim aft-
ur og láta hann anda að sér
eterlofti tvær mínútur í viðbót,
en þá er sama spurningin end-
urtekin; og mun sjúklingurinn
þá í flestum tilfellum vera orð-
inn meðvitundarlaus.
En ef svo er ekki, ætti lækn-
irinn að setja lófann yfir helm-
ing svampsins til að draga úr
útgufun etersins og halda áfram
etergjöfinni þangað til tíu mín-
útur eru liðnar frá því sjúkling-
urinn byrjaði fyrst að anda að
sér eter og skipa honum með
mínútu millibili að opna augun.
Ef hann opnar enn augun
eftir tíu mínútur á að hætta
etergjöfinni að minntsa kosti í
fimm mínútur. Að þeim tíma
loknum skal bætt tveim únsum
af eter í svampinn og byrja
á etergjöfinni á nýjan leik. Ef
sjúklingurinn er enn vakandi
eftir tíu mínútur, skal hann
hvíldur í tíu mínútur og síðan
byrjað á nýjan leik. Ef þessi
þriðja tilraun ber heldur ekki
árangur, er ráðlegast að fresta
skurðaðgerðinni þann daginn;
en mér þykir mjög ótrúlegt að
til þess þurfi nokkurn tíma að
grípa, ef eterinn er hreinn og
nógu sterkur og hefur verið
gefinn eins og fyrir er mælt hér
að framan.
Afrek dr. Mortons
Eftir Washington Ayer.
(Eftirfarandi lýsing sj&narvottar á
hinni sögwfrægu svœfingartilraun dr.
Mortons birtist í riti sem gefið var út
af ríkisspítalanum í Massachusetts í
tilefni hálfrar aldar afmælis þessa
atburðar.)
Dagurinn rann upp; á tiltek-
inni stundu var sjúklingnum
ekið inn í skurðstofuna og dr.
Warren (yfirlæknirinn) og
nefnd færustu skurðlækna rík-
isins söfnuðust utan um sjúkl-
inginn.
„Allt var reiðubúið — þögnin
var lamandi."
Tilkynnt hafði verið, „að til-
raun ætti að gera með eitthvert
efni og var því eignaður sá
furöulegi eiginleiki að geta los-
að skurðsjúklinginn við allar
þjáningar.“ Þetta voru orð dr.
Warrens sem rufu þögnina.
Allir viðstaddir voru vantrú-
aðir og þegar 15 mínútur voru
komnar fram yfir tilsettan
tíma og dr. Morton var ókom-