Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 81
FYRSTA SVÆFING VIÐ SKURÐLÆKNINGU
7S
inn, sagði dr. Warren íbygginn:
„Hann hefur sjálfsagt fengið
öðrum hnöppum að hneppa.“
Við þessi orð ráku allir upp
„skellihlátur" og dr. Warren
greip hnífinn og bjóst til að
hefja skurðaðgerðina. I sömu
svipan kom dr. Morton inn um
hliðardyr. Dr. Warren sneri sér
að honum og sagði: „Jæja,
herra minn, sjúklingurinn yðar
er reiðubúinn.“ Dr. Morton tók
til starfa, og eftir nokkrar mín-
útur sneri hann sér að dr.
Warren og sagði: „Sjúklingur-
inn yðar er reiðubúinn, herra.“
Þetta var blessuð stund í
sögu mannkynsins. Hefði sjúkl-
ingurinn dáið á skurðarborð-
inu, mundi án efa hafa orðið
löng bið áður en gerð hefði ver-
ið önnur tilraun til svæfingar
með eter eða einhverju öðru
efni og vandséð hve lengi það
hefði tafið framfarir í skurð-.
lækningum.
Ekki má gleyma þætti manns-
ins, sem af fúsum vilja lagði
líf sitt í hættu við þessa tilraun..
Nafn hans ætti að skrá á perga-.
ment, ramma það inn og hengja
það á vegg í skurðstofunni þar
sem aðgerðin fór fram. Nafn,
hans var Gilbert Abbott.
Aðgerðin var í því fólgin að
skorið var burtu meðfætt æxli
vinstra megin á hálsi mannsins.
undir kjálkabarðinu, náði það
inn í rnunninn og snerti tung-
una. Aðgerðin tókst vel; og
þegar sjúklingurinn kom til
sjálfs sín lýsti hann því yfir,
að hann hefði ekki fundið neitt;
til.
Dr. Warren sneri sér að þeim
sem viðstaddir voru og sagði:
„Herrar mínir, hér eru engin
svik í tafli.“
Hjá sálkönnuðinum.
„Lig'gið máttlausar, slappið af,“ sagði sálkönnnuðurinn við
sjúkling sinn, tízkuklædda ungmey, „og reynið að rifja upp.
drauminn sem yður dreymdi í nótt.“
„Já,“ sagði ungfrúin, „mig dreymdi að ég væri á gangi á fjöl~.
farinni götu og ekki í neinum fötum — bara með hatt á höfð-
inu. Allir störðu á mig!“
„Og þér gátuð hvergi falið yður,“ bætti sálkönnuðurinn við,
„og þér blygðuðust yðar?“
„Já, hræðilega. Verðmiðinn hékk við hattinn."
— Lee Philbrook í „Magazine Digest".
! ! !
Tílgangslaust.
Austurrískur píanóleikari var ráðinn sem undirleikari hjá
amatörsöngkonu, sem átti erfitt með að halda laginu. Að lokum
fórnaði sonur söngvaþjóðarinnar upp höndunum í örvæntingu.
„Eg segi upp starfa min, frú,“ sagði hann. „Eg spila á svarta
nótana — eg spila á hvita nótana — og þér syngi alltaf í rifan
á milli." — Dublin Opinion.