Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 82
„A þessu sviði mannlegrar hegðunar getur
fáfrœði og biygðunarsemi verið jafnskað-
ieg á fuliorðinsárum og í aesku.“
Kynlíf roskins fólks.
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir Margaret Culkin Banning.
UNGI maðurinn, sem tók sér
sæti í flugvélinni, horfði
annars hugar á miðaldra, móð-
urlega konu sem sat við glugg-
ann, og sá að hún var í þung-
um þönkum. Hinum megin við
ganginn sat aldraður maður —
að minnsta kosti sextugur —
hálfsofandi. Já, hugsaði ungi
maðurinn, það er þó eitt gott
við að eldast, ástamálin verða
ekki lengur vandamál fyrir
mann, eins og á mínum aldri.
Hann vissi ekki, að konan var
að fara til að kaupa sér brúð-
arfatnað og var niðursokkin í
sælar hugsanir um væntanlegt
lijónaband sitt. Hann hafði ekki
hugmynd um, að gamla mann-
inn hinum megin við gang-
inn var að dreyma um endur-
fundi við miðaldra konu sína,
sem hann hafði ekki séð í tvær
langar vikur. Ef unga mannin-
um hefði verið sagt frá þessu,
mundi hann án efa hafa bros-
að háðslega og undrandi og
sagt: „Ekki hafa þau vitkast
með árunum!“
En þau voru hamingjusamari
en hann. Þau höfðu lært að
leysa þau vandamál kynlífsins
sem ollu honum andlegra og
líkamlegra þjáninga. Þau voru
miklu fróðari og reyndari en
hann um allt sem viðkom ást-
inni milii karls og konu. Þau
þekktu getu sjálfs sín til að
veita hamingju og njóta henn-
ar. Þau höfðu einmitt vitkast
með árunum; óskir þeirra og
áætlanir voru bæði eðlilegar og
skynsamlegar.
Eftir því sem meðalævi
mannsins lengist verður brýnni
nauðsyn að hinum margvís-
legu vandamálum roskna fólks-
ins sé sinnt. Ýmislegt hefur
verið gert varðandi heilsufar
og atvinnulíf fólks, en þau
vandamál sem mest snerta til-
finningalíf þess, samskipti þess
við annað fólk og áframhald-
andi kynlíf, eru látin afskipta-
laus, ofurseld fáfræði og til-
viljun. Deyr þá kynhvötin um
leið og menn hætta að geta átt
börn? Margir eru í óvissu um
svarið.
Á þessu sviði mannlegrar
hegðunar getur fáfræði og
blygðunarsemi verið jafnskað-
Birt með leyfi (Reader’s Digest, Sept. ’52).