Úrval - 01.10.1952, Síða 89
SJÁLFSSTJÓRN I SKÓLUM
87
menni, sem vald hinna fullorðnu
mótar, bera aldrei fram hina
brennandi spurningu: „Hvers-
vegna á ég að klæðast einkenn-
isbúningi og deyja fyrir land
mitt, þegar ég fæ ekki að lifa
og elska eins og ætlun náttúr-
unnar var að ég gerði?“ Slík
ungmenni geta ekki komið rneð
einlægar spurningar af því að
þau hafa ekki fengið að kynnast
sjálfsstjórn og sjálfsákvörðun-
arrétti.
Ég hef reynt að gera lesend-
unum Ijóst, að sjálfsstjórn í
venjulegum skóla getur aldrei
orðið óskoruð og er því gagns-
laus. Það er ekki hægt að endur-
bæta fangelsi með því að hvít-
mála klefana. Það er ekki hægt
að koma á sjálfsstjórn í ættföð-
urlegu (patrialsk) samfélagi,
þar sem karlmaðurinn er alls-
ráðandi, í samfélagi sem krefst
skilyrðislausrar hlýðni á heimil-
inu og bælir niður aflvaka per-
sónuleikans — kenndalífið. Ber-
um orðum sagt mun tæpast
finnast sá piltur eða sú stúlka
í unglingaskóla, sem ekki er
þrúgaður af sektarvitund eða
ótta í sambandi við kynlíf eða
trúmál eða hvorutveggja. Það
er varla nokkur unglingur sem
lært hefur að taka jákvæða af-
stöðu til lífsins. Mörgum finnst
þeir vera minnimáttar og einsk-
isnýtir. Þessir aumkunarverðu
unglingar sitja á skólabekkjum
sínum, í heimi sem er án
tengsla við lífið sjálft, í
heimskulegum stöðnuðum, há-
fleygum heimi bóka og kenn-
inga, en hinar djúpu, dulvituðu
hvatir þeirra eru niðurbældar og
saurugar (af því að þær fá
aldrei að sjá dagsins ljós). Og
svo erum við að hugsa um að
gefa þessum unglingum sjálfs-
stjórn. Við ættiun í staðinn að
hugsa um hvernig við getum
upprætt þörfina fyrir skólaaga
og andvana ítroðslu. Sjálfs-
stjórn er að miklu leyti hægt að
koma við í leikskólunum, sem
margir hverjir eru ágætir. En
þegar barnið kemur undir
barnaskólaagann er allt rifið
niður sem byggt hafði verið upp
í bemsku.
Ef einhver kennari, sem les
þessa grein, hefur hug á að
koma á sjálfsstjóm hjá sér, þá
vil ég að hann hlýði á nokkur
aðvörunarorð f yrst: Sjálfs-
stjórn blessast ekki nema að í
hópi nemendanna séu að
minnsta kosti nokkrir 15—17
ára. Yngri börn hafa ekki í
alvöru áhuga á lagasetningu.
Þau koma að vísu öll á skóla-
fundina hjá okkur á Sumarhól
á hverju laugardagskvöldi, en
ef eldri nemendumir væru þar
ekki, myndu hinir yngri ekki
geta samið lögin eða kosið full-
trúa til að sjá um að þau séu
framkvæmd og þeim hlýtt. Ef
eldri nemendurnir væra ekki
með, mvndu hinir fullorðnu
gerast alltof virkir þátttakend-
ur á fundunum, og fyrir kemur
raunar að kennararnir verða