Úrval - 01.10.1952, Síða 92
ÚRVAL
30
uðinum sem leið á hernámstím-
ann. Eins og í öllum öðrum her-
numdum löndum hitnaði mönn-
um smátt og smátt svo í hamsi,
að menn afskrifuðu — að því
er virtist með jafnaðargeði —
hvern þann sem sveik, föður
sinn eða móður ef því var að
skipta.
Hamsun hélt áfram. Hér er
aðeins rúm fyrir fáeina út-
drætti. í febrúar 1942 birti hann
opið bréf: Enn á ný — ! sem
er einstætt í harðýðgi sinni:
Bænir eru sífellt að berast ura
hjálp til að leita náðunar fyrir dauða-
•dæmda menn.
Það eru foreldrar og vandamenn
sem skrifa, og það eru undantekning-
arlaust ungir menn sem dæmdir hafa
verið og nú eiga að deyja.
Hvað hafa þeir gert? Það vitum
við öll. Þeir hafa unnið fyrir Eng-
land. 1 dag er enn nýtt tilfelli: 13
ungir menn sitja í fangabúðum i
nánd við Oslo og bíða dauðans. Þeir
hafa unnið fyrir England.
Þetta eru ensksinnaðir menn -—
og þeir um það! Þeir trúa á sigur
Englands, þeir óska því sigurs og
vilja stuðla að þeim sigri — Þeir um
það líka! En 13 menn til hjálpar
Englandi ? Og þó þeir væru 13 hundr-
uð — til hvers er að hjálpa Eng-
landi sem sigra mun hvort eð er?
Þeir hefðu getað verið kyrrir og
beðið þangað til England hafði
sigrað.
Sumir gerast víst þátttakendur 5
hinu hættulega samsæri til að vera
mikhr menn.
O. s. frv.
Mánudaginn 7. maí 1945 birti
Hamsun eftirfarandi ummæli
um Adolf Hitler:
Ég er ekki verðugur þess að tala
hátt um Hitler, og líf hans og starf
gefur vissulega ekki tilefni til til-
finningasemi og viðkvæmni.
Hann var stríðsmaður, striðsmaður
mannkynsins og boðberi fagnaðar-
erindisins um rétt til handa öllum
þjóðum. Hann var mikill siðbóta-
maður, og hin sögulegu örlög hans
voru þau að hann starfaði á tímum
eindæma hrottaskapar, sem að lokum
varð honum að falli . . .
Á elleftu stundu skrifaði
Knut Hamsun þetta. Hann verð-
ur ekki sakaður um að hafa
hlaupizt undan merkjum.
*
Sú spurning vaknar: Var su
afstaða sem þessar tilvitnan-
ir bera vitni um ekki annað en
meinlaus elliglöp, eða átti hún
sér dýpra, harmsögulegra sam-
hengi ?
Að um rökrétt samhengi sé
að ræða er næstum að segja
alltof auðvelt að sýna fram á.
Þrátt fyrir duttlunga og hugs-
anavillur í einstökum smáatrið-
um er pólitísk afstaða Hamsuns
við yfirsýn býsna samkvæm
sjálfri sér. Á hernámsárunum
færir hann aðeins út í öfgar og
fjarstæðu ýmsar skoðanir sem
greina mátti vísir ao í verkum
hans frá unga aldri. I Mysterier
(1892) rekumst við á Napó-
leonsdýrkun. Leikritaþrenning-
in Vecl rigets port, Livets spil
og Aftenröde frá því rétt fyrir
aldamótin ber merki hálfmeltra
Nitzsche-kenninga; þar er boð-
uð trúin á ofurmennið. Kvæðið
Himmelbrev til Byron (í kvæða-