Úrval - 01.10.1952, Page 95

Úrval - 01.10.1952, Page 95
KNUT HAMSUN 93 stjórnmálaskoðanir skáldsins og áróður hans fyrir þeim eru eins og aðskotahlutir í bókun- um, eins og steinar í akrinum. En í mörgum bókum hans bólar ekkert á áróðri í hinni grófu merkingu orðsins. Þær eru blátt áfram listaverk, sköp- uð af langtum auðugri persónu- leika en þeim sem lét til sín heyra síðustu árin. Annað mál er það, að Ham- sun gerðist í þessum bókum oft talsmaður verðmæta sem ekki voru eða eru í gengi. En af því leiðir ekki, að sjálfsagt sé að fyrirlíta öll þessi verðmæti. Bókmenntirnar eiga væntanlega ekki allar að fylgja einni línu. I hverju eru þá fólgnir þeir töfrar í skáldskap Hamsuns, sem heillað hafa æskuna kyn- slóð fram af kynslóð ? Að nokkru leyti eru þeir fólgnir í stílnum. Sérkennin, andardráttinn í þessum stíl má rekja allt aftur til fyrstu fálm- kenndu tilrauna Hamsuns þegar hann var á átjánda ári. Stíllinn var eðlislægur, seinna varð hann ávanabragur, og ávanabragur- inn varð svo smátt og smátt að öðru eðli. Hann getur verið ó- jafn, hann getur orðið mærðar- fullur, en þegar hann er beztur, hverfa Hemmingway og aðrir frægir stílsnillingar algerlega í skuggann. En þessi stíll er aðeins hluti af öðru meira. I fyrri helming verka sinna er Hamsun framar öllum öðrum skáld kynólgu- skeiðsins. Eitt af sérkennum hans er einmitt að geðbrigði og gildismat kynólguskeiðsins var sterkari og langlífari þáttur í honum en almennt gerist, og lágu til þess ástæður sem ekki er rúm til að rekja hér. Að lík- indum lifði hann í honum unz ellin kom til skjalanna. Kynólguskeiðið — á því ævi- skeiði fæðast skáldin. Já, á því æviskeiði erurn við flest skáld. Tilfinningaauðlegð þess varð- veitti Hamsun með sér fram á elliár. En einnig nokkurn ungæðis- hátt í mati sínu á verðmætum. Dæmi um hið síðara sjáum við ef til viil greinilegast ef við lesum að nýju Ijóðasafnið Det vilde kor. Kvæðin í því skiptast furðulega glöggt í tvo ólíka hluta, annar er sannur, stundum stórbrotinn ljóðrænn skáldskap- ur, hinn er ástleitinn og alltof glæsilegnr — skáldið setur sig í hetjustellingar, stígur á bak frísandi reiðskjóta sínum og ríð- ur með miklum tilburðum rak- leitt inn í land hinnar ósjálf- ráðu kímni. (Þegar ljóðasafnið kom út og í mörg ár á eftir var það einmitt þessi hluti kvæð- anna sem vakti ákafasta hrifn- ingu hjá þeim losendum sem ekki höfðu vaxið upp úr tilfinn- ingalífi kynólguskeiðsins). Með þennan hluta af sér þeysti Hamsun síðar rakleitt í faðm nazismans. En með hinum hluta sínum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.