Úrval - 01.10.1952, Síða 95
KNUT HAMSUN
93
stjórnmálaskoðanir skáldsins
og áróður hans fyrir þeim eru
eins og aðskotahlutir í bókun-
um, eins og steinar í akrinum.
En í mörgum bókum hans
bólar ekkert á áróðri í hinni
grófu merkingu orðsins. Þær
eru blátt áfram listaverk, sköp-
uð af langtum auðugri persónu-
leika en þeim sem lét til sín
heyra síðustu árin.
Annað mál er það, að Ham-
sun gerðist í þessum bókum oft
talsmaður verðmæta sem ekki
voru eða eru í gengi. En af því
leiðir ekki, að sjálfsagt sé að
fyrirlíta öll þessi verðmæti.
Bókmenntirnar eiga væntanlega
ekki allar að fylgja einni línu.
I hverju eru þá fólgnir þeir
töfrar í skáldskap Hamsuns,
sem heillað hafa æskuna kyn-
slóð fram af kynslóð ?
Að nokkru leyti eru þeir
fólgnir í stílnum. Sérkennin,
andardráttinn í þessum stíl má
rekja allt aftur til fyrstu fálm-
kenndu tilrauna Hamsuns þegar
hann var á átjánda ári. Stíllinn
var eðlislægur, seinna varð hann
ávanabragur, og ávanabragur-
inn varð svo smátt og smátt að
öðru eðli. Hann getur verið ó-
jafn, hann getur orðið mærðar-
fullur, en þegar hann er beztur,
hverfa Hemmingway og aðrir
frægir stílsnillingar algerlega í
skuggann.
En þessi stíll er aðeins hluti
af öðru meira. I fyrri helming
verka sinna er Hamsun framar
öllum öðrum skáld kynólgu-
skeiðsins. Eitt af sérkennum
hans er einmitt að geðbrigði og
gildismat kynólguskeiðsins var
sterkari og langlífari þáttur í
honum en almennt gerist, og
lágu til þess ástæður sem ekki
er rúm til að rekja hér. Að lík-
indum lifði hann í honum unz
ellin kom til skjalanna.
Kynólguskeiðið — á því ævi-
skeiði fæðast skáldin. Já, á því
æviskeiði erurn við flest skáld.
Tilfinningaauðlegð þess varð-
veitti Hamsun með sér fram á
elliár.
En einnig nokkurn ungæðis-
hátt í mati sínu á verðmætum.
Dæmi um hið síðara sjáum
við ef til viil greinilegast ef við
lesum að nýju Ijóðasafnið Det
vilde kor. Kvæðin í því skiptast
furðulega glöggt í tvo ólíka
hluta, annar er sannur, stundum
stórbrotinn ljóðrænn skáldskap-
ur, hinn er ástleitinn og alltof
glæsilegnr — skáldið setur sig
í hetjustellingar, stígur á bak
frísandi reiðskjóta sínum og ríð-
ur með miklum tilburðum rak-
leitt inn í land hinnar ósjálf-
ráðu kímni. (Þegar ljóðasafnið
kom út og í mörg ár á eftir var
það einmitt þessi hluti kvæð-
anna sem vakti ákafasta hrifn-
ingu hjá þeim losendum sem
ekki höfðu vaxið upp úr tilfinn-
ingalífi kynólguskeiðsins).
Með þennan hluta af sér
þeysti Hamsun síðar rakleitt í
faðm nazismans.
En með hinum hluta sínum