Úrval - 01.10.1952, Page 113
Á FYRIRLESTRARFERÐ
111
í hana! hrópaði ég til forstjór-
ans. Hún er að búa sig til
stökks, hún ætlar að rífa úr
mér garnirnar! Hafið skamm-
byssuna tilbúna, ef hún skyldi
slíta sig lausa!
Forstjórinn hlýtur að hafa
verið orðinn taugaóstyrkur
sjálfur, hann kippti hýenunni
til sín — bandið slitnaði og dýr-
ið smaug milli fóta hans. Kon-
ur og börn skræktu og helm-
ingur’ áhorfendanna reis á fæt-
ur. Það var mikill spenningur
á þessu augnabliki. Svo skokk-
aði hýenan yfir sviðið og inn í
litla búrið sitt. Forstjórinn
skellti hurðinni í lás á eftir
henni.
Allir vörpuðu öndinni léttar
og ég lauk fyrirlestrinum með
nokkrum orðum. Við hefðum
sloppið vel í þetta skipti, sagði
ég, og það skyldi séð um það
strax í kvöld að binda ófreskj-
una með sterkri járnfesti.
Þá gullu við fagnaðarópin,
allt ætlaði af göflunum að
ganga og menn kölluðu fyrir-
lesarann fram — fyrirlesarann.
Ég gekk fram og hneigði mig
á nýjan leik og gerði satt að
segja stórkostlega lukku. Jafn-
vel sá sem fór síðastur út
klappaði alla leið fram að dyr-
um. En það voru líka fáeinir
sem hlógu.
Forstjórinn var ánægður,
hann þakkaði mér innilega fyr-
ir hjálpina. Hann myndi áreið-
anlega fá fullt hús í mörg skipti
enn.
Þegar ég ætlaði að leggja af
stað heim beið maður eftir mér
fyrir utan dyrnar. Það var
miðasalinn minn úr garðskálan-
um. Hann hafði horft á sýn-
inguna og var stórhrifinn. Hann
hrósaði mér með mörgum fögr-
um orðum fyrir mælsku mína;
ég mætti ómögulega hætta við-
fyrirlesturinn í garðskálanum,.
nú væri rétti tíminn til að aug-
lýsa hann þegar fólk hefði
heyrt hvað ég gæti. Til dæmis
endurtekning á ræðunni um hý-
enuna, sérstaklega ef ég hefði.
dýrið til sýnis.
*
En forstjórinn, þorparinn sá
arna, neitaði að borga mér dag-
inn eftir. Ef ég gæfi ekki skrif-
legt loforð um að sýna líka
næsta kvöld, yrði ég að fara í
mál út af borguninni, sagði
hann. Svikarinn, fanturinn! Við
gerðum þá málamiðlun að hann
skyldi borga mér fimm krón-
ur. Þegar þær bættust við þær
þrjár, sem hann þegar hafði
borgað mér, urðu það átta og
ég hafði næga ferðapeninga til
þess að komast aftur til Krist-
ianiu. En handritinu að fyrir-
lestrinum vildi hann ekki
sleppa. Við þráttuðum lengi um
þetta atriði því að ég vildi ó-
gjarnan láta hann fá fyrirlest-
urinn og draga hann þannig
niður í svaðið. Á hinn bóginn
var hann ómótmælanlega hans
eign og hann hafði borgað
hann. Ég lét því að lokum und-